Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Page 42

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Page 42
38 - ÆÐARANNS ÓKNIR Angiocardiografia - Aortografia Selectiv arteriografia Cavografia - Spleno-portografia Þessar rannsóknir útheimta stundum lyfjaforgjöf (premedicineringu), sem ákvöröuð er i samráöi viö röntgenlækninn í hvert skipti. Undirbúningur er aö ööru leyti samkvæmt undirbúnings- leiöbeiningum. Nákvaanar upplýsingar þurfa aö vera fyrir hendi um sjúklinga, sem eru, eða hafa verið, á segavarnarlyfjum (anticoagulantia). Ennfremur þarf aö kanna hugsanlega ofnæmissögu sjúklinga. Lymfografia Lymfografia er skuggaefnisrannsókn á lymfuæðum og lyfmueitlum með oliuleystu skuggaefni. Tækni: Litarefni er dælt inn á milli tánna til aö hægt sé að sjá lymfubrautirnar. Þetta litarefni getur gefiö sjúklingnum bláleitan eöa grænleitan lit upp eftir fætinum. Ennfremur getur þvagiö orðiö blátt og þaö getur staöiö í 1-2 daga. há er um örmjótt rör dælt inn skuggaefni. Sjálf inndælingin er óþægindalaus, en þaö er algengt., aö sjúklingur fái hita sama dag eöa næsta morgun, sem talinn er standa í sambandi við nokkra útrás efnisins í lungnavef, en þessi svörun hverfur venjulega á einum sólarhring. Undirbúningur: Sjúklingur skal koma hreinsaöur samkvæmt hreinsunar- leiðbeiningum um urografiu. Báðir fætur vel þvegnir meö sápuvatni, neglur á tám hreinsaðar og klipptar. Rannsóknin sjálf tekur mjög langan tíma (inndælingin sjálf 4-7 klst.), og þvi er mælt meö, aö sjúklingur hafi með sér eitthvaö lestrarefni. Útlimsphlebografia Undirbúningur undir þessa rannsókn er enginn sérstakur. Framkvæmd hennar er í samráði viö röntgenlækni í hvert skipti.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.