Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 7

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 7
F O R M Á L I Heilbrigöisþjónusta fyrir aldraöa hefur verið töluvert til umræöu á siðustu árum. Hæst hefur boriö frásagnir af sjúku öldruöu fólki sem ekki hefur fengist pláss fyrir á sjúkradeild og þurft aö dvelja áfram viö erfiöar aðstæður á eigin heimili eða hjá ættingjum. An þess aö fyrir liggi heildarúttekt á þörfinni fyrir hjúkrunarrými hefur þegar verið ráöist í fjölmargar byggingar viös vegar um landiö til aö bæta sem fyrst úr þessum bráða vanda. Atburóarrásin er vel þekkt og endurspeglar aó mörgu leyti hvernig oft hefur veriö staðið aö framkvasmdum við heilbrigðisstofnanir hér á landi. Nú liggur ljóst fyrir aó þegar sjúkrarúmum fjölgar er sjald- nast vandi aö fylla þau. Þaó jafngildir ekki sönnun þess aó nauð- syn hefi boriö til aó fjölga rúmum. Samband er á milli fjölda sjúkrarúma og tilhneigingar lækna að leggja inn sjúklinga. Fá rúm, færri innlagnir, og þá meira reynt að halda sjúklingum utan sjúkra- húss sem aftur leiöir til aukins þrýstings á að skipulag heilbrigöis- og félagslegrar þjónustu sé meó þeim hætti að sjúklingar geti dval- ist sem lengst heima. Sé jafnframt haft i huga aó stofnanavist skeröir sjálfstæði, dregur úr sjálfsbjargarviöleitni og gerir ein- staklinga þegar frá liöur svo háða þeirri þjónustu sem þar er veitt, aö likur minnka stööugt á aö þeir eigi afturkvæmt i sitt fyrra umhverfi er ljóst aö „of mikiö" framboó á stofnanavist er hættuleg heilsu og velferö aldraða ekki siður en brýnn skortur. Heilbrigöisþjónustu er stundum likt viö samtengt veitukerfi þar sem tregt rennsli eöa jafnvel lokun á einum staö veldur auknu álagi á alla aöra hluta kerfisins en þó mismiklu eftir staðsetningu. Þessi samliking á sérstaklega viö um þjónustu vió aldraöa þvi að óvióa eru skilin jafn óskýr og skörun jafn mikil milli félags- og heilbrigöisþjónustu svo og milli einstakra þátta heilbrigóis- þjónustunnar s.s. heimahjúkrunar, heimilislækninga, hjúkrunardeilda og almennra sjúkradeilda. Alag á einstaka þætti endurspeglar þvi ef til vill ekki að þörf sé á aó fjölga starfsfólik og/eöa rúmum 5 L

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.