Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 20

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 20
2.2.3 Heimaþjónusta Heimaþjónusta greinist í tvo meginþætti, þ.e.a.s. heimahjúkrun og heimilishjálp. Heimahjúkrun er hluti heilbrigðisþjónustu en heimilishjálp er hluti félagslegrar þjónustu. Önnur aðstoð sem telst til heimaþjónustu er m.a. heimsending matar, síma- varsla, endurhæfing á heimilum, félagsráðgjöf og margs konar sjálfboðaliðsstörf. Fram að þessu hefur heimahjúkrun nánast eingöngu verið bundin við helstu þéttbýlissvæði landsins. Kins og fram kemur £ kafla 3 fengu 275 einstaklingar í Reykjavík heimahjúkrun £ apríl 1981 Samkvæmt ársskýrslum heilbrigðisráðs Reykjavíkur er hér um að ræða lítillega aukningu frá því sem verið hefur undanfarin ár. Með hliðsjón af tölum sl. tveggja ára og öðrum upplýsingum er gert ráð fyrir að 150 sjúklingar utan Reykjavíkur hafi notið heimahjúkrunar í hverjum mánuði á árinu 1981. Samtals er hér um að ræða 425 manns. Af þeim sem fengu heimahjúkrun í Reykja- vík reyndust 227 vera 70 ára og eldri eða 82,5% sjúklinga. Samkvæmt sömu hlutföllum má gera ráð fyrir að í heild hafi 350 af þessum 425 hjúkrunarsjúklingum verið 70 ára og eldri. Reglubundin heimilishjálp er, eins og heimahjúkrun, nánast eingöngu veitt £ stærstu kaupstöðum landsins. 1 ma£ 1981 fengu alls 1022 einstaklingur heimilishjálp £ Reykjav£k, 344 karlar og 678 konur. Heimilishjálp £ Reykjavfk hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum sem sést best á þv£ að árið 1970 fengu aðeins 141 heimili sl£ka þjónustu. Utan Reykjavfkur, Hafnarfjarðar, Kópavogs og Akureyrar er heimilishjálp v£ðast nýhafin og á mörgum stöðum hefur verið miklum erfiðleikum bund- ið að fá fólk til þessara starfa. Með hliðsjón af upplýsingum um útgjöld kaupstaða vegna heimilishjálpar má gera ráð fyrir að um 300 manns utan höfuðborgarinnar hafi fengið reglubundna heim ilishjálp á árinu 1981, þ.e.a.s. 1 - 3svar £ viku hverri. Hér er þv£ gengið út frá þv£ að 1300 einstaklingar hafi að jafnaði notið heimilishjálpar á öllu landinu árið 1981. 18

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.