Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 24

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 24
3.2 Langlegusjúklingar á almennum sjúkradeildum og geðdeildum í frarahaldi af sjúklingatalinu í Reykjavík var gerð sérstök könnun á öldruðum sjúklingum, sem töldust vera langlegu- eða hjúkrunarsjúklingar, en lágu á almennum sjúkradeildum og geð- deildum. Hér var um að ræða 114 sjúklinga 70 ára og eldri sem ekki höfðu verið útskrifaðir vegna félagslegra aðstæðna eða skorts á hjúkrunar- og dvalarheimilisrými. Könnunin var framkvæmd af lækni og félagsráðgjafa öldrunarlækningadeildar Landspítalans 9. -14. apríl 1981. Könnunin var tvíþætt. Annars vegar var aflað upplýsinga um heilsufar sjúklinga og metið af lækni hvar þeir ættu með réttu að vistast innan skipulegrar sjúkrahúsþjónustu. Hins vegar voru athugaðar félagslegar aðstæður sjúklinga og metið af félagsráðgjafa hvaða tegund öldrunarþjónustu hentaði hverjum og einum best. í töflum 6 til 9 eru birtar helstu niðurstöður þessarar rann- sóknar. í töflu 6 er yfirlit um aldursskiptingu sjúklinga eftir stofnunum. Tafla 7 sýnir mat félagsráðgjafa á þjónustu- þörf þessara 114 langlegusjúklinga. Þar kemur fram að hann álítur að hægt sé að leysa vanda 22 sjúklinga með því að veita þeim viðeigandi heimaþjónustu, 8 hafi þörf fyrir verndaða íbúð, 4 geti vistast á almennri deild dvalarheimilis og 23 á sjúkra- deild dvalarheimilis, en 57 verði að vistast á sjúkrahúsi. Hinir síðasttöldu eru sjúklingar sem þarfnast stöðugrar umönn- unar. 1 töflu 8 kemur fram mat læknis á því hvar sjúklingarnir ættu með réttu að vistast innan skipulegrar sjúkrahúsþjónustu við aldraða. Er þar gengið út frá ýmsum tegundum sérhæfðrar þjónustu sem ennþá er ekki nema að litlu leyti til staðar hér á landi. í töflu 9 er síðan birtur samanburður á mati félags- ráðgjafa og læknis á því hvaða form öldrunarþjónustu henti best hverjum og einum í þessum 114 manna hóp. Samkvæmt mati læknis þörfnuðust 103 sjúklingar vistar á sjúkrahúsi eða hjúkr- unarstofnun. Félagsráðgjafi áleit hins vegar að aðeins væri þörf á að vista 80 sjúklinga á slíkum stofnunum, svo sem fram kemur hér að ofan.En með hliðsjón af ríkjandi aðstæðum telur öldrunarþjónustunefnd rétt að gera ráð fyrir að vista beri alla þessa sjúklinga á hjúkrunarstofnunum,sbr. töflu 13. 22

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.