Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 35

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 35
hjúkrunarvist að halda. Þar til viðbótar vistuðust 86 hjúkrun- arsjúklingar í sama aldurshóp, en með lögheimili utan Reykja- víkur, á sjúkrastofnunum í Reykjavík og loks voru Reykvíkingar og utanbæjarmenn yngri en 70 ára alls 82. 1 fyrrnefnda hópnum 71 einstaklingur og í þeim síðarnefnda 11. Samtals var því talin þörf fyrir 780 hjúkrunarrými í Reykjavík á árinu 1981. Þörf fyrir hjúkrunarrými í Reykjavík hefur verið áætluð með hliðsjón af þörfinni á árinu 1981 fram til ársins 1990. í töflu 15 kemur fram að þörf er talin á 908 hjúkrunarrýmum á árinu 1985 og 1001 rými árið 1990. Eins og fram er komið skorti á árinu 1981 a.m.k. 155 hjúkrunarrými til þess að fullnægja þeirri þjónustuþörf sem framangreindar kannanir hafa sýnt fram á að var fyrir hendi. Sé jafnframt gert ráð fyrir að langlegu- sjúklingar á almennum sjúkradeildum og geðdeildum eigi allir að vistast á öldrunarlækningadeildum, hjúkrunardeildum eða hjúkrunarheimilum þá skorti hins vegar allt að 282 hjúkrunarrými í Reykjavík. Tafla 15 Áætluð þörf fyrir hjúkrunarrými í Reykjavík fram til 1990 1981 1985 1990 Hjúkrunarrýmisþörf 780 908 1001 A. Fyrir Reykvíkinga 70 i ára og eldri 70 - 74 ára 73 79 82 75 - 79 - 125 136 148 80- 84 - 148 160 175 85 ára og eldri 266 338 381 B. Fyrir utanbæjarmenn 70 ára og eldri 86 100 110 C. Fyrir fólk yngra en 70 ára 82 95 105 Skýringar: 1. Varðandi áætlaðan fjölda í hverjum aldurshóp sjá töflu 1. 2. Hlutfall utanbæjarmanna og fólks yngra en 70 ára er miðað við eins og það var árið 1981. 33

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.