Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 41

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 41
Hvað varðar Reykjavík mun ekki aðeins efld heimaþjónusta geta dregið úr eftirspurn eftir hjúkrunarrými, heldur mætti ætla að með fyrirhugaðri fjölgun hjúkrunarrýma í nágrannasveitar- félögunum og víða út um land muni draga úr ásókn utan- bæjarmanna inn á stofnanir í Reykjavík. 1 Kópavogi verða til dæmis tekin í notkun 38 hjúkrunarrými á þessu ári og á Hrafn- istu í Hafnarfirði er í byggingu sjúkradeild með 79 rýmum. Hins vegar er vitað að of margt vistfólk er í dag bæði á Grund og Hrafnistu, a.m.k. miðað við þær kröfur sem nú eru almennt gerðar til öldrunarþjónustu. Það er líka stefna þessara stofnana að fækka sjúklingum og skapa þannig skilyrði til þess að veita öldruðum þar betri þjónustu. Þetta ætti að vera unnt ef í ljós kemur að efld heimaþjónusta og fjölgun hjúkrunarstofnana utan Reykjavíkur dregur úr þörf fyrir hjúkrun- arrými í Reykjavík. óhjákvæmilegt er að vekja athygli á því að störf við hjúkrunar- stofnanir eru bæði erfið og krefjandi.Ennfremur er það staðreynd að þau eru ekki nægjanlega vel launuð og njóta ekki sömu virðingar og störf við flestar aðrar sjúkrastofnanir. Víða erlendis er reynsla af stórum hjúkrunarstofnunum afar slæm. Mannaskipti eru mjög tíð og sjaldnast tekst þar að skapa umhverfi sem nauð- synlegt er til þess að veita öldruðum árangursríka meðferð (7,8). Bygging B-álmu Borgarspíatalans er þess vegna ef til vill ekki sú allsherjarlausn á vistunarmálum aldraðra sem margir virðast halda. Vel má vera að það komi sér betur fyrir aldraða lang- legusjúklinga að vera dreifðir á almennum sjúkradeildum en að þeim verði safnað saman á einn eða fáa staði. Ef gengið er út frá því að almenn sjúkrahús á landsbyggðinni taki í framtíðinni við hjúkrunarsjúklingum í sama mæli og þau gera í dag, er, miðað við niðurstöður þessarar könnunar,ekki jafn brýn þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma utan höfuðborgar- svæðisins og í Reykjavík. Samt er ljóst að þar verður að koma til einhver fjölgun rýma á næstu árum. En £ þessari áfangaskýrslu verður ekki fjallað frekar um öldrunarþjónustu utan Reykjavíkur. áhersla skal lögð á að þrátt fyrir að þjónustustaðlar og almennar viðmiðanir hafi óneitanlega mikla þýðingu fyrir 39

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.