Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 11

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 11
1.0 INNGANGUR Öldrunarþjónustunefnd hefur sett sér það meginverkefni að kanna notkun, eftirspurn og þörf á heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða. Nefndin gerir sér hins vegar ljóst að málefni aldraðra verða hvorki slitin úr samhengi við aðra þætti þjóðlífsins né aðra þá þjónustu sem öldruðum er veitt í dag. Öll umræða um heil- brigðisþjónustu við aldraða verður þess vegna að taka mið af ýmsum þáttum félagslegrar þjónustu og þeim félagslegu breyting- um sem átt hafa sér stað hér á landi á undanförnum áratugum. Færa má gild rök fyrir því sjónarmiði að með því að taka fyrst fyrir heilbrigðisþjónustu við aldraða sé nefndin í raun og veru að byrja á öfugum enda. Eðlilegra væri að athuga fyrst hvernig húsnæði og félagslegt umhverfi stuðli best að því að aldraðir geti búið sem lengst á eigin heimilum og tekið virkan þátt í daglegu lífi. Er þá gengið út frá þeirri forsendu að vistun á stofnun sé lokaúrræði sem ekki beri að grípa til nema tryggt sé að vandi einstaklingsins verði ekki leystur með öðru móti. En hið alvarlega ástand í hjúkrunarmálum aldraðra krefst á hinn bóginn þess að aflað sé nú þegar upplýsinga um þörf aldr- aðra fyrir hjúkrunarrými. Þetta er bæði nauðsynlegt til þess að meta að hve miklu leyti þær stofnanir sem þegar eru í bygg- ingu koma til með að mæta þessari þörf og til þess að hafa ein- hverja hugmynd um hverra úrbóta sé þörf á næstu árum. í þeirri áfangaskýrslu sem hér birtist er einkum gerð grein fyrir eftirfarandi atriðum: 1. Einstökum þáttum heilbrigðis- og félagslegrar þjónustu og þá sérstaklega þeim er varða heilbrigðisþjónustu við aldraða. 2. Faglegu mati á þörf aldraðra fyrir hjúkrunarrými í Reykjavík. Með öldruðum er £ þessari skýrslu átt við einstaklinga sem eru orðnir 70 ára og eldri. Ræðst þessi afmörkun fyrst og fremst af því að stærstur hluti þeirra sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda er í þessum aldurshóp. Faglegt mat er byggt á úrskurði sérhæfðs starísliðs annars vegar og ríkjandi viðmiðunum um tilhögun þjónustu hins vegar. 9

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.