Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 12

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 12
Nefndin byggir sitt faglega mat á þörf fyrir hjúkrunarrými á eftirtöldum rannsóknum og gögnum: 1. Sjúklingatali í Reykjavík. 2. Könnun á langlegusjúklingum á almennum sjúkradeildum og geðdeildum. 3. Athugun á hjúkrunarþyngd og þjónustuþörf heimahjúkrunar í Reykjavík. 4. Könnun á högum þjónustuþega heimilishjálpar í Reykjavík. 5. Fyrirspurnum um biðlista hjúkrunarstofnana og upplýsingum frá heimilislæknum og forstöðumanni heimilishjálpar Reykja- víkurborgar. 6. Greinargerðum frá öldrunarlækningadeild Landspítalans. Framkvæmdanefnd heilbrigðismálaráðs Reykjavíkurlæknishéraðs stóð fyrir sjúklingatali á öllum sjúkrastofnunum í Reykjavík 31. mars 1981. Þessi athugun náði til eftirtalinna stofnana: Landspítala (ásamt Vífilsstöðum), Borgarspítala (ásamt Fæðingar- heimilinu), Landakotsspítala, Kleppsspítala, Elli- og hjúkrunar- heimilisins Grundar, Hrafnistu, Sjúkrastöðvar SÁÁ og sjúkrahótels Rauða kross íslands. í framhaldi af sjúklingatalinu gerðu síðan ársæll Jónsson og Sigurveig H. Sigurðardóttir sérstaka könnun dagana 9. -14. apríl á langlegusjúklingum sem vistuð- ust á almennum sjúkradeildum og geðdeildum. í apríl 1981 var gerð athugun á aðstæðum og fjölda þess fólks sem veitt er heimahjúkrun á vegum Reykjavíkurborgar. Starfslið heimahjúkrunar borgarinnar skráði upplýsingar, en Helga Einars- dóttir, fulltrúi á skrifstofu borgarlæknis, sá um úrvinnslu. 1 maí 1981 gerði Þórhannes Axelsson könnun á fjölda karla og kvenna 70 ára og eldri sem fengu heimilishjálp í Reykjavík. Jafnframt því sem hann aflaði upplýsinga um aðstæður og einkenni þessara þjónustuþega. 1 lok ársins 1981 var spurst fyrir um biðlista hjúkrunarstofnana í Reykjavík og kannað meðal heimilislækna hvort þeir vissu um eldra fólk sem bráðnauðsynlega þyrfti á stofnanavist að halda. Ennfremur var £ byrjun þessa árs rætt við forstöðumann heimilis- 10

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.