Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 37

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 37
Tafla 17 Hjúkrunarrými sem brýnt er að taka í notkun árlega til þess að fullnægja þjónustuþörf aldraðra fram til 1990 Ár 1982 - 1985 1986 - 1990 Dæmi I Dæmi II 71 19 85 20 Skýringar: Hvað varðar síðara tímabilið er gert ráð fyrir að í lok ársins 1985 hafi vistunarþörf aldraðra hjúkrunarsjúklinga verið fullnægt í Reykjavík. Á árinu 1981 voru greidd hjúkrunardaggjöld út á 348 hjúkrunar- rými utan Reykjavíkur. Athuganir Landlæknisembættisins sýna ennfremur að um 60% rýma á almennum sjúkrahúsum utan Reykjavíkur eru að jafnaði nýtt af hjúkrunarsjúklingum (13). Þegar sleppt er þeim stofnunum sem tilgreindar eru í viðauka (sjá töflu 7.1) má gera ráð fyrir að allt að 255 rými á almennum sjúkrahúsum hafi verið notuð fyrir hjúkrunarsjúklinga á árinu 1981. Til viðbótar því má reikna með að um 10% sjúklinga á deildarskiptum sjúkrahúsum utan Reykjavíkur (Vífilsstaðir ekki taldir með sbr. sjúklingatalið í Reykjavík) hafi verið hjúkrunar- eða lang- legusjúklingar eða 33 einstaklingar. Það má þess vegna reikna með því að 288 rými á sjúkrahúsum utan Reykjavíkur hafi að jafn- aði verið nýtt af hjúkrunarsjúklingum á árinu 1981. í heild er hér um að ræða 636 hjúkrunarrými. Ef gengið er út frá því að sama aldurskipting sé meðál hjúkrunarsjúklinga utan Reykja- víkur og á langlegudeildum í Reykjavík, eru væntanlega 585 þeirra 70 ára og eldri. í töflu 18 er áætluð þörf fyrir hjúkrunarrými á öllu landinu fram til ársins 1990. Mat á vistunarþörf aldraðra í Reykjavík er lagt til grundvallar þessari áætlun. Þar er talið að á árinu 1981 hafi verið þörf fyrir alls 1508 hjúkrunarrými á öllu landinu. Þessi tala kemur til með að hækka í 1698 rými árið 1985 og 1843 rými árið 1990 ef miðað er við óbreyttar forsendur. 35

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.