Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 8

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 8
einmitt þar. Orsakanna getur veriö að leita annars staöar. Hækkandi hlutfall aldraöra af heildarmannfjölda kallar hins vegar á aukna þjónustu, ekki einungis hjúkrunar- og dvalar- heimilisrými heldur ekki síóur á ýmiskonar félagslega þjónustu s.s. heimahjálp, dagvistun og meiri möguleika á atvinnu- og tómstundaathvarfi fyrir aldraö fólk. I kjölfar skýrslu til heilbrigðis- og félagsmálaráöherra um öldrunarþjónustu á íslandi (Landlæknisembættiö 1930) vaknaöi áhugi á aö gera athugun á umfangi þeirra öldrunarþjónustu sem veitt er og meta þörfina. Eiginleg nefnd var aldrei formlega skipuð heldur er þessi skýrsla áranaur óformlegra samræöna og rannsókna hóps sem gengur undir nafninu öldrunarþjónustunefnd. I henni hafa starfað auk undirritaös, sem stýrði starfi nefndar- innar, þrír starfsmenn öldrunarlækningadeildar Landspitalans aó Hátúni 10> þau Sigurveig H. Siguröardóttir, félagsráögjafi og yfirlæknarnir Ársæll Jónsson og Þór Halldórsson, Skúli Johnsen, borgarlæknir og Þórhannes Axelsson, félagsfræóingur. Auk þessara sátu þau Helga Einarsdóttir, viöskiptafræöingur, fulltrúi borgar- læknis, Heimir Bjarnason, aöstoðarborgarlæknir og Einar Oddsson, læknir, nokkra fundi nefndarinnar. Ingimar Einarsson, félags- fræóingur tók siöan aö sér aö draga saman niðurstöður rannsókna og ályktanir nefndarinnar i þá skýrslu sem hér liggur fyrir. Niöurstööur þessarar áfangaskýrlu er fjallar um þörf á hjúkr- unarrými fyrir aldraöa i Reykjavik, benda eindregió til aö það rými sem verió er aó taka i notkun auk þess sem verið er að byggja ætti aó geta fullnægt þörfinni fram til 1984/1985 en aö siðan þurfi að bæta viö um 20 hjúkrunarrúmum á ári. Ekki viróist brýn þörf á verulegu auknu hjúkrunarrými úti á landi ef gengið er út frá þvi a5 almenn sjúkrahús þar taki áfram viö hjúkrunarsjúklingum i sama mæli og þau gera i dag. Til aö fá sambærilegar upplýsingar fyrir landsbyggðina og hér liggja fyrir varðandi Reykjavik veröur hins vegar gert þar sjúkratal haustið 1982 i samvinnu viö heilbriaóis- málaráö héraðanna. Guójón Magnússon, dr.med. aöstoöarlandlæknir 6

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.