Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 42

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 42
stjórnun öldrunarmála, er á hinn bóginn rangt að halda að unnt sé að "uppgötva" einhverja algilda staðla fyrir alla þjónustuþætti. Þjónusta við aldraða, hverrar tegundar sem hún er, markast meira og minna af þeim forsendum sem gengið er út frá og eru til staðar hverju sinni. Öldrunarþjónustunefnd ítrekar þá skoðun að ekki beri að líta á hjúkrunarþjónustu eða aðra þætti öldrunarmála sem einangrað fyrirbæri í þjóðfélaginu. Allar aðgerðir til að bæta aðbúnað og þjónustu við aldraða verði að taka mið af þjóðfélaginu í heild og þeim hugmyndum sem uppi eru um mótun þess og þróun. Kannanir á högum aldraðra sýna einnig að lifnaðarhættir þeirra eru ekki verulega frábrugðnir háttum annarra aldurshópa. Fyrir utan lífeyri og fyrirgreiðslu í húsnæðismálum er í lang- flestum tilvikum ekki þörf annarra aðgerða til þess að tryggja félagslegt öryggi eldra fólks. Með hækkandi aldri koma samt fram viss vandamál sem valda nokkrum hluta aldraðra erfiðleikum. Má þar nefna að samskipti við aðra minnka, heilsu hrakar og umhverfið er öldruðum oft andstætt. Það er þess vegna fyrsta verkefni öldrunarþjónustu að reyna að auðvelda samskipti og skapa félagsleg tengsl meðal aldraðra. í þeim tilgangi er nauðsynlegt að stuðla að virkum samskiptum þeirra við ættingja og aðra. Dugi þetta ekki til er brýnt að veita þeim einhvers konar fyrirgreiðslu eða heimaþjónustu. Vistun á stofnun er aftur á móti lokaúrræði sem ekki ber að grípa til nema ekki sé um aðra möguleika að ræða. Færð hafa verið rök fyrir því að aukin og fjölþættari heima- þjónusta og önnur aðstoð ætti að geta dregið eitthvað úr þörf aldraðra fyrir stofnanaþjónustu í framtíðinni. Það má því fast- lega gera ráð fyrir að þær áætlanir sem birtar eru í þessari skýrslu um þörf aldraðra fyrir hjúkrunarrými þarfnist endur- skoðunar á næstu árum. Ennfremur er ljóst að hagur og vel- ferð aldraðra er ekki eingöngu háð umfangi og gæðum heilbrigð- is— og félagslegrar þjónustu, heldur eru það fjölmargir aðrir þættir sem áhrif hafa á heilsufar, afkomu og félagslegt öryggi aldraðra. Þar má til dæmis nefna atvinnumál, kjaramál og hús- næðismál. Ef vinna á skipulega að því að bæta úr því ástandi sem ríkir í málefnum aldraðra í dag, er ekki ólíklegt að umbæt- 40

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.