Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 40

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 40
eru heldur hærri en heilbrigðisyfirvöld annars staðar á Norð- urlöndum hafa til viðmiðunar við uppbyggingu heilbrigðis- og félagslegrar þjónustu. Norsk heilbrigðisyfirvöld gera til dæmis ráð fyrir 7,5 hjúkrunarrýmum fyrir hverja 100 íbúa 70 ára og eldri, þar af 0,5-1,5 rýmum til dagvistunar (16). Flestir eru hins vegar sammála um að einungis beri að líta á svona staðla eða hlutfallstölur sem leiðbeinandi, því aðstæður á hverjum stað og hlutfall íbúa 80 ára og eldri hljóti meira og minna að móta umfang og gæði þjónustu. Annars staðar á Norður- löndum er öldrunarþjónusta auk þess mun víðtækari en hér á landi. Þar er víðast lögð áhersla á að heimaþjónusta, þ.e. heimahjúkrun og heimilishjálp, hafi ákveðinn forgang fram yfir stofnanaþjónustu. Á þann hátt er reynt að tryggja að fólk geti sem lengst búið á heimilum sínum og tekið virkan þátt í daglegu lífi . Eftirspurn eftir vistun á stofnun ræðst ekki eingöngu af heilsu- farslegum forsendum, heldur koma þar einnig til þættir eins og félagsleg aðstaða, húsnæði og fjárhagsleg afkoma hvers ein- staklings. 1 skýrslu sem Landlæknisembættið gaf út árið 1980 (11) voru færð rök fyrir því að ekkert benti til þess að heilsufar og félagsleg samskipti aldraðra á Islandi væru verulega frábrugð- in því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Ef eitthvað væri þá mætti gera ráð fyrir að mun minni hætta væri á félags- legri einangrun aldraðra hér á landi en þar. Hins vegar væri fyrirkomulag húsnæðismála með öðrum hætti og ástandið í kjara- málum aldraðra mun lakara. Hina miklu eftirspurn eftir hjúkr- unarrými, dvalarheimilisrými og þjónustuíbúðum má þess vegna líklega að hluta rekja til þess hversu margt eldra fólk býr við erfiðan fjárhag. Hugsanlegt er að vistun á slíkum stofnunum sé fyrir marga nánast eina úrræðið til þess að tryggja afkomu sína og félagslegt öryggi. Eftirspurn eftir hjúkrunarrými er þannig ekki einhlítur mælikvarði á þörf aldraðra fyrir stofnana- þjónustu. Vel má vera að mögulegt sé að leysa vanda margra einstaklinga með öðru en vistun á stofnun, s.s. með víðtækari heimaþjónustu eða annarri fyrirgreiðslu utan stofnunar. 38

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.