Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 17

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 17
2.2 Skipulag heilbriggis- og félagslegrar aðstoðar við aldraða (öldrunarþjónustu) Öldrunarþjónusta er hluti af starfssviði heilbrigðis- og félagslegrar þjónustu. Skipulagi hennar er hér skipt í þrjá meginþætti: 1. Stofnanaþjónustu 2. Opnar stofnanir 3. Heimaþjónustu Þjónusta svonefndra opinna stofnana er eins konar millistig stofnanaþjónustu og heimaþjónustu. 2.2,1 Stofnanaþjónusta Sú stofnanaþjónusta sem hér er talin til öldrunarþjónustu nær yfir eftirtalin fimm þjónustuform: 1. Öldrunarlækningadeildir 2. Hjúkrunardeildir 3. Hjúkrunarheimili 4. Dvalarheimili aldraðra 5. Þjónustuíbúðir/verndaðar þjónustuíbúðir Höfuðmarkmið öldrunarlækningadeilda er að stuðla að því að aldraðir geti dvalið sem lengst á eigin heimilum og forða fólki frá varanlegri stofnanavistun. Starfsemi slíkra deilda felst þess vegna einkum í mati á heilsufarsástandi, meðferð og endur- hæfingu aldraðra. Hjúkrunardeildir og hjúkrunarheimili eru ætlaðar öldruðum ein- staklingum sem eru of lasburða til þess að dveljast á dvalar- heimilum eða í þjónustuíbúðum. Starfsemi þessara stofnana miðast aðallega við aðhlynningu og hjúkrun aldraðra. Dvalarheimili eru ætluð öldruðu fólki sem ekki er fært um að annast eigið heimilishald án aðstoðar. Þar er öldruðum veitt 15

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.