Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 27

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 27
3.3 Heimahjúkrun í Reykjavík Samkvæmt ákvörðun heilbrigðismálaráðs Reykjavíkurlæknishéraðs var í apríl 1981 gerð athugun á aðstæðum og fjölda þess fólks sem nýtur heimahjúkrunar á vegum Reykjavíkurborgar. Starfslið heimahjúkrunar skráði upplýsingar en Helga Einarsdóttir, full- trúi á skrifstofu borgarlæknis, sá um úrvinnslu. 1 Reykjavík fengu 275 manns heimahjúkrun í apríl 1981, 191 kona og 84 karlar. Af þeim reyndust 227 vera 70 ára og eldri. Heildarhópnum var skipt í tvo hópa eftir búsetu, heimahjúkrun I og II. Undir hóp II féllu þeir sem bjuggu £ sérhönnuðu hús- næði fyrir aldraða og £ Hátúni 10 og 12, samtals 44 einstakling- ar. Aðrir eða 231 einstaklingur, bjuggu þá ýmist £ eigin hús- næði eða leiguhúsnæði. Af þessum hóp var talið að 92 sjúkling- ar þyrftu á vist á sjúkrastofnun að halda, þ.e.a.s. 37 á hjúkr- unarheimilisrýmum, 46 á öldrunarlækningadeild og 9 á almennri sjúkradeild. Þá kom £ ljós að 78 af.þessum 92 hjúkrunarsjúkling- um voru 70 ára og eldri. Sjá nánar töflu 10. Tafla 10 Heimahjúkrunarsjúklingar sem talið var að hefðu þörf fyrir að vistast á sjúkrastofnun Aldur Hjúkrunar- heimili Oldrunar- lækninga- deild Almenn sjúkrad. Alls 0-64 8 __ _ 8 65 - 69 4 1 1 6 70 - 74 3 6 1 10 75 - 79 8 9 1 18 80 - 84 4 9 - 13 85 - 89 8 17 1 26 90 ára og eldri 2 4 5 11 Samtals 37 46 9 92 Skýringar: Hér er um að ræða mat hjúkrunarfræðings á vistun- arþörf viðkomandi sjúklinga.Hins vegar er gert ráð fyrir að þeir sjúklingar sem þörf höfðu fyrir vistun á almennri sjúkradeild vistist á hjúkrunarstofnun að lokinni meðferð. 25

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.