Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 28

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 28
3.4 Heimilishjálp í Reykjavík Að frumkvæði öldrunarþjónustunefndar gerði Þórhannes Axelsson, félagsfræðingur, könnun á fjölda karla og kvenna 70 ára og eldri sem fengu heimilishjálp í Reykjavík í maí 1981. Jafn- framt því sem hann aflaði upplýsinga um aðstæður og einkenni þessara þjónustuþega. Við framkvæmd þessarar athugunar var höfð náin samvinna við heimilishjálp Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar. Meðal niðurstaðna þessarar könnunar var að alls fengu 1022 Reykvíkingar 70 ára og eldri heimilishjálp í maí 1981. Hér var um að ræða 14,6% allra Reykvíkinga 70 ára og eldri. Eftir kynjum var skiptingin þannig, að 344 af 2824 körlum eða 12,2% fengu heimilishjálp en 678 af 4175 konum eða 16,2%. Sjá töflu 11. Tafla 11 Aldursskipting þjónustuþega heimilis- hjálpar £ Reykjavík Karlar Konur Alls Aldur N % N % N % 70 - 74 73 21,2 113 16,7 186 18,2 75 - 79 91 26,5 188 27,7 279 27,3 80 - 84 101 29,4 196 29,9 297 29,1 85 - 89 63 18,3 131 19,3 194 19,0 90 ára og eldri 16 4,7 50 7,4 66 6,5 Alls 344 100,1 678 100,0 1022 100,0 I eigin húsnæði bjuggu 69% þjónustuþega, í leiguhúsnæði 14%, í vernduðu húsnæði 10% og á heimilum annarra 8%. Ein í heimili voru 91,5% hjóna, í heimili hjá börnum sínum 7,7%, og í heimili hjá óskyldum 0,8%. Einir í heimili voru 86,4% einhleypra karla, í heimili hjá börnum sínum 10,7% og í heimili hjá óskyldum 2,9%. Einar í heimili voru 79,4% einhleypra kvenna, x heimili hjá börnum sínum 15,2%, og í heimili hjá óskyldum 5,4%. 26

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.