Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Blaðsíða 11
d) Meðgöngulengd við aðgerð.
e) Notkun getnaðarvarna.
f) Legutimi.
g) Biðtimi eftir aðgerð.
h) Eftirskoðanir.
i) Fylgikvillar (skammtima fylgikvillar).
j) Niðurstöóur ræktana fyrir lekanda (frá mai 1977 til des. 1934)
og Chlamydia sýkingu (frá febr. 1982 til des. 1984).
Niðurstöóur eru siðan bornar saman við rannsóknir á ofangreindum
þáttum i öðrum löndum. Þá er i undirbúningi eftirrannsókn hjá hluta
kvenna sem fóru i fóstureyðingu á ofangreindu timabili, m.t.t.
andlegra, félagslegra og læknisfræðilegra þátta m.a. langtima fylgi-
kvilla, frjósemi og sjúkdóma.
Hefur rannsókn þessi einkum verið unnin af Þórði Öskarssyni, lækni
með aðstoð próf. Sigurðar S. Magnússonar. Er ráðgert aó fyrstu niður-
stöður verði gefnar út siðar á þessu ári.(6).
Athugun landlæknisembættisins á fóstureyðingum 1976-1981.
A vegum landlæknisembættisins hefur nú i ljósi hinna nýju fóstur-
eyðingalaga nr. 25/1975 verið gerð athugun á öllum fóstureyðingum
sem framkvæmdar voru hér á landi árin 1976-1981 og embættinu barst
vitneskja um. Byggir hún á upplýsingum sem fram koma á umsóknarblöðum
og meðfylgjandi greinargerðum um framkvæmdar fóstureyðingar. Eru
breytingar á fjölda fóstureyðinga umrædd ár skoðaðar m.a. meó hlið-
sjón af fjölda kvenna á frjósemisaldri, fjölda fæðinga og fjölda
þungana. Athugaðar hafa verið forsendur umsókna, helstu persónuatriði
kvennanna sem hlut eiga að máli eins og aldur, hjúskaparstaða, starf,
lögheimili, fyrri fæðingar, fyrri fóstureyðingar, lengd meðgöngu,
notkun getnaðarvarna og auk þess atriði tengd aðgerð eins og tegund
aðferðar við fóstureyðingu, aðgeróarstaður og lengd sjúkrahúsvistar.
Fóstureyðingar unglingsstúlkna umrædd ár hafa verið skoðaðar sérstak-
lega. Eru nióurstöður athugunarinnar birtar hér i ritinu ásamt sér-
stakri umfjöllun um fóstureyðingar ársins 1982 og fleixu sem að þessu
máli snýr. Tilgangurinn með þessari athugun er einkum að sjá hvernig
9