Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Blaðsíða 30
4.3. Frjósemi islenskra kvenna. (11,13,15)
Frjósemi islenskra kvenna hefur tekió miklum breytingum undanfarna
áratugi og algengt er orðið að hver kona eignist ekki nema eitt
eða tvö börn.
Með fáum undantekningum fjölgaði fæðingum lifandi fæddra ár frá
ári á tímabilinu 1935-1960 en 1935 var fjöldi þeirra 2551 og
4916 árið 1960 en það ár hafa fæðingar orðið flestar hér á landi.
Sióan dregur úr fæðingum næsta áratuginn og 1970 er fjöldi lifandi
fæddra 4023. A árunum frá 1971 hefur fæðingum ýmist fjölgað eða
fækkað en timabilið 1971-1975 fæddust lifandi að meðaltali 4442
börn á ári samanborió við 4290 tímabilið 1976-1980. Arin 1981 og
1982 er fjöldinn svipaður bæði árin eða 4345 fyrra árið og 4337
það sióara eða heldur hærri en meóaltal næstliðinna 5 ára.
Fæðingartiðnin (þ.e. fjöldi fæðinga á 1000 konur 15-49 ára) hefur
jafnframt tekið miklum breytingum siðustu áratugina og frá 1960
hefur hún farið stöðugt minnkandi. Arin 1961-1965 fæddust 115,5
börn á hverjar 1000 konur 15-49 ára á ári að meðaltali, 90,2 börn
árin 1971~1975 og 79,5 börn á ári timabilið 1976-1980.
Hvað Norðurlöndin snertir er Island með lægsta tiðni fóstureyðinga
en hins vegar lang hæsta fæðingartiðni sbr. töflu 5.
Tafla 5. Fæðingartiðni á Norðurlöndum 1971-1981.
Ar Fjöldi lifandi fæddra á 1000 konur 15-49 ára.
ísland Danmörk Finnland Noregur Sviþjóð
1971-1975 90,1 62,8 51,4 70,7 69,0
1976-1980 79,5 51,0 53,3 57,2 58,4
1981 77,0 42,9 51,8 54,1 55,2
Heimild: Health Statistics in the Nordic Gountries, 1981.
4.4. Hlutfall fóstureyðinga af fæðingum. (13)
Vió athugun á þvi hvernig hlutfall fóstureyðinga af fæðingum
hefur þróast kemur í ljós, að á tímabilinu frá 1935 og allt til
1970 eru framkvæmdar ein til tvær fóstureyðingar á ári á hvert
hundraó lifandi fæddra barna.
28