Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Blaðsíða 80
Tíðni fóstureyðinga. (13)
Á tímabilinu 1976-'81 hefur tiðni fóstureyðinga meðal unglingsstúlkna
tvöfaldast úr 4,2 af 1000 stúlkum 13-19 ára árið 1976 i 8,7 árið
1981 en hámarki náði tiðnin árið 1979, 9,5. (Ef eingöngu er tekið
mið af 15-19 ára stúlkum og fóstureyðingum þeirra eru tölurnar hærri
eða 5,5 árið 1976, 11,6 árið 1981 og 13,2 árið 1979).
Eins og vænta má var tiðni fóstureyðinga langlægst hjá þeim yngstu
eða 0,3 af 1000 hjá 13 ára, og 1,4 hjá 14 ára enda um örfáar fóstur-
eyðingar að ræða. Við 15 ára aldur verður breyting en tiónin hjá þeim
var að meðaltali 5,6. Siðan hækkar hún enn við 16 ára aldur og er
8.8 áðurnefnt timabil, 10,3 hjá 17 ára, 10,6 hjá 18 ára og hæst hjá
19 ára stúlkum 12,4.
Á þeim sex árum sem hér um ræðir hefur tiðnin tekið verulegum breyt-
ingum einkum hjá þeim eldri i hópnum. Ef litið er á þróunina hjá
hverjum aldursárgangi 13-19 ára i töflu 45 kemur i ljós að sveiflur
á tiðni eru oft æði miklar milli ára. T.d. var tiðni fóstureyðinga
meðal 16 ára stúlkna um þrefalt hærri árið 1977 en 1976, fór úr
3,2 i 9,2 hækkaði siðan i 11,0 ári siðar, lækkaði þá i 9,8 og enn i
7,0 en var 12,5 árió 1981.
Til að geta betur séð hvernig tiðni fóstureyðinga unglingsstúlkna
hefur þróast hefur timabilinu 1976-'81 verið skipt i þrjú tveggja
ára bil i töflu 45. Þar kemur fram að fóstureyðingar eru um helmingi
algengari meðal 17-19 ára en 16 ára og yngri. Viss stöðugleiki hefur
rikt um tiðni fóstureyðinga hjá 15 ára og yngri. Árin 1976-'77 var
tiðnin svipuð hjá 16, 17 og 18 ára stúlkum, rúmlega 6 af 1000. Siðan
hækkaði hún hjá þeim öllum en mismikið svo að 1980-'81 var tiðnin
9.8 hjá 16 ára, 11,1 hjá 17 ára en 15,1 hjá 18 ára. Á sama tima
hækkaði tiðnin hjá 19 ára úr 10,0 i 13,1.
Einna mesta breyting hefur orðið hjá 18 ára stúlkum en tiðni fóstur-
eyðinga meðal þeirra hefur hækkað jafnt og þétt með ári hverju og
árið 1981 fengu 16,6 af hverjum 1000 þeirra fóstureyðingu. Var það
jafnframt hæsta tiðni fóstureyðinga meðal kvenna bæði undir og yfir
tvitugu árið 1981. (Tiðni fóstureyðinga kvenna yfir tuttugu ára
hæst meðal 20-24 ára 16,1 árið 1981).
78