Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Blaðsíða 133
Þegar litið er á fjölda fóstureyðinga árin 1970-1983 kemur i ljós að
fjölgun fóstureyöinga var meiri á fyrrihluta tímabilsins og aó úr
henni hefur dregið smám saman. Einnig kemur fram mynstur, sem
einkennist af mikilli fjölgun fóstureyðinga nánast annað hvert ár en
litilli eða jafnvel engri fjölgun hitt árið. Eru skýringar á þessu
mynstri vandfundnar. Þar sem tiltölulega litil breyting hefur oröið á
fjölda kvenna á barneignaraldri siðustu árin hefur tióni fóstureyðinga
tekið svipuðum breytingum og áður gat um fjöldann en áriö 1970 fengu
2,1 af 1000 konum 15-49 ára fóstureyóingu, 5,3 árið 1975, 9,4 árið
1980 og 11,7 árið 1983. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu á tiðni
fóstureyðinga hér, er hún þó enn með því minnsta sem gerist t.d. miðað
við hin Norðurlöndin að Finnlandi undanskildu en þar er tíðnin nú
svipuð og hér. í áttunda áratugnum var fóstureyðingalöggjöf allra
Norðurlandanna rýmkuð, misjafnlega mikið eftir atvikum, og á öllum
Norðurlandanna nema Islandi hefur þróunin oröið sú að tíðni
fóstureyðinga virðist hafa náð hámarki og vera að þokast nióurá við
aftur. Ekki er útilokað að þróunin hér á landi sé eitthvaó seinna á
ferðinni og eigi eftir að fara í þennan sama farveg. Mun framtiðin
skera úr um þaö.
En hvernig ræðst fjöldi fóstureyóinga á hverjum tíma ? I grein eftir
Erik Obel og Niels Rasmussen i "Medicinsk Arbog, 1982" er fjöldi
fóstureyðinga talinn afleiðing ýmissa þátta. Má þar nefna öryggi
getnaðarvarna, að hve miklu leyti fólk beitir þeim, óskum fólks að
geta takmarkaó barneignir sinar og ráðið timasetningu þeirra, hvort
möguleiki á fóstureyöingu sé til staðar og vió hvaða kringumstæður og
viðhorfi fólks til fóstureyðinga. Fjölgun eða fækkun fóstureyðinga
geti orðið vegna breytinga á einu eða fleiri þessara atriða, sem séu
samofin þjóðfélagsþróuninni almennt.
Það er ljóst að umtalsverðar breytingar hafa orðið á öllum þessum þáttum
hér á landi á undanförnum árum. Upp úr 1960 hófst notkun pillunnar og
skömmu siðar lykkjunnar og hefur útbreiðsla þessara getnaóarvarna smám
saman farið vaxandi. Skv. upplýsingum frá Leitarstöð Krabbameinsfélags
Islands jókst notkun þeirra meðal kvenna 20-44 ára úr 47% i 55% á árunum
1971-1981. Mætti ætla að þessi þróun ætti fremur aö draga úr fjölgun
fóstureyóinga og kann svo að vera, en samt kemur fram að aðeins 10%
þeirra kvenna sem fengu fóstureyðingu á árunum 1976-1981 tilgreindu
notkun þessarra getnaðarvarna. Getnaðarvarnir af einhverju tagi voru
131