Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Blaðsíða 28
Hlutfall fóstureyðinga af fæóingum eóa þungunum er yfirleitt miðað
við 1000 (eóa 100) lifandi fædda eða þunganir (abortion ratio).
Tiðni fóstureyðinga og hlutfall þeirra af fæðingum er breytilegt
frá einu landi til annars og varpar ljósi á ýmsa þætti mannlegs
lífs svo sem kynlifshegðan fyrir hjónaband, giftingaraldur, æski-
lega fjölskyldustæró, framboð og notkun getnaóarvarna o.s.frv. (18).
Timabilió 1961-1970 fékk aó meðaitali 1,9 af hverjum 1000 konum
15-49 ára fóstureyóingu. Upp frá þvi fer fóstureyðingum að fjölga
verulega en fjöldi kvenna á frjósemisaldri breytist hins vegar
ekki með jafnmiklum hraða. Þannig þrefaldast tiðni fóstureyðinga
á áttunda áratugnum, en árið 1971 fengu 3,0 af hverjum 1000 konum
15-49 ára fóstureyðingu, 5,3 árið 1975 og 10,1 árið 1979. Ari
siðar lækkaði talan i 9,4 en 1981 og 1982 var hún aftur komin yfir
10 (10,6 1981 og 10,5 1982).
Þrátt fyrir þessa þróun er ísland með lægsta tiðni fóstureyóinga
af Norðurlöndunum sbr. töflu 4. I kaflanum um samanburó við önnur
lönd (9.) er itarlegra yfirlit þar sem fleiri lönd koma vió sögu.
Tafla 4. Tiðni fóstureyóinga á Norðurlöndum 1971-1981
Ar Fjöldi fóstureyóinga á 1000 konur 15-49 ára
Island Danmörk Finnland Noregur Sviþjóð
1971-1975 4,1 13,3 18,6 17,9 14,4
1976-1980 8,7 20,4 14,1 16,2 17,6
1981 10,6 18,4 11,5 14,8 17,3
Heimild: Health Statistics in the Nordic Countries 1981.
Tiðni fóstureyóinga er mismunandi eftir aldri kvennanna. Árið 1981
er hún hæst hjá 20-24 ára eóa 16 af 1000 konum á þeim aldri. Hjá
15-19 ára og 25-34 ára er tiðnin 12 af 1000. Hjá 35-39 ára er hún
9 og 3 hjá konum 40 ára og eldri. Frá 1976 til 1981 hækkaði tiónin
mest hjá konum undir 25 ára. Sjá nánar aftar um tiðni fóstureyðinga
eftir aldri (5.2.1.) og eftir hjúskaparstöóu (5.2.2.) fyrir árin
1976-1981.
26