Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Blaðsíða 91
Aldursskipting þeirra 628 einstæóra mæóra sem fengu fóstureyðingu
1976-1981 var þannig að 8% voru 19 ára og yngri, 32% voru 20-24 ára
°9 27% 25-29 ára en 33% 30 ára og eldri. Hvaó heildina snertir var
aldursskiptingin nokkuð á annan veg en 22% voru 19 ára og yngri,
42% voru milli tvitugs og þrítugs og 36% yfir þritugu.
Þá reyndust 55% kvennanna vera ógiftar, 41% áöur giftar en 4% giftar.
Mun stærra hlutfall hinna einstæðu mæóra en heildarhópsins var i
launuðu starfi eóa 81% á móti um helming hinna. Unnu flestar við
þjónustu 338 talsins og við framleiðslu 119.
Meirihluti kvennanna eða 58% áttu lögheimili i Reykjavik en til
samanburðar má geta þess að tæplega helmingur mæóra meö börn skv.
Þjóóskrá höfóu búsetu i Reykjavik þetta timabil. Þá áttu 19% einstæóra
mæðra sem fengu fóstureyöingu lögheimili i Reykjaneskjördæmi, tæp 6%
i Noróurlandi eystra og um eða yfir 4% i hverju eftirtalinna kjördæma,
á Vestfjörðum, Vesturlandi og Suóurlandi, en innan við 2% i Norður-
landi vestra og á Austfjörðum. Er þessi skipting að nokkru leyti
frábrugðin skiptingu heildarhópsins en t.d. áttu 48% þeirra kvenna
lögheimili i Reykjavik.
Meirihluti þessarra kvenna hafði eitt barn á framfæri eða 65%, tæp
22% höfðu 2 börn á framfæri, 9% höfðu 3 börn á framfæri um 4% höfðu
4 börn eða fleiri.
Samtals 117 hinna einstæóu mæðra höfóu fengið fóstureyðingu áður
eóa 18,6% hópsins en samsvarandi hlutfall fyrir heildina var um 11%.
Flestar kvennanna höfðu eina fóstureyóingu að baki eða 99 talsins,
16 konur höfðu tvær og 2 konur höfóu þrisvar áður gengist undir
fóstureyöingu.
Eins og fram kemur á bls.62hér i ritinu höfóu samtals 312 af þeim
konum sem fengu fóstureyóingu á timabilinu 1976-1981 fengið fóstur-
eyóingu áður. Er athyglisvert að 117 þeirra eða 37,5% voru einstæðar
mæður sbr. hér að framan.
Um 93% hinna einstæðu mæðra voru gengnar með i 12 vikur eða skemur
er aógerð fór fram. Fjórtán konur eóa rúm 2% voru gengnar meö i
13-16 vikur og ein kona lengur, en upplýsingar skorti um þetta
atriói hjá 5% hópsins. Er þetta mjög svipuð skipting og hjá heildar-
hópnum.
89