Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Blaðsíða 114
1 löndum sem leyfðu fóstureyðingu án tiltekinna ástæðna eða sam-
kvæmt ósk konunnar - yfirleitt innan 12 vikna meðgöngu, bjuggu 39%
jarðarbúa. Löndin sem hér um ræðir eru m.a. Danmörk, Noregur og
Svíþjóð, Austurríki, Bandarikin, Frakkland, Holland, Italía, Sovét-
rikin og Austur-Þýzkaland. í sumum þessara landa kveða lögin á um
að samþykki foreldra þurfi að koma til, sé konan undir 18 ára aldri
(Danmörk, Noregur, Finnland, Indland, Italia, Austur-Þýzkaland).
Lög nokkurra landa (Frakklands, Hollands, ítaliu, Vestur-Þýzkalands)
gera ráð fyrir að vika liói milli umsóknar og aðgerðar til að gefa
viðkomandi ráðrúm til umhugsunar.
A siðustu fimmtán árum hefur löggjöf um fóstureyðingar viða færst i
frjálsræðisátt t.d. i Austurriki, Bandarikjunum, Bretlandi, Frakk-
landi, Hollandi, Kanada, Kina og á Norðurlöndunum.
Fjögur lönd i Austur-Evrópu hafa þrengt sina löggjöf frá þvi sem
áður var aðallega vegna lækkandi fæðingartiðni, en það eru Búlgaria,
Rúmenia, Tékkóslóvakia og Ungverjaland.
Helstu rök formælenda frjálslegrar fóstureyðingalöggjafar varða m.a.
almenningsheill, á þann hátt að komið sé i veg fyrir ólöglegar fóstur-
eyðingar sem oft hafa leitt til alvarlegra afleiðinga og jafnvel
dauða, - félagslegt réttlæti þannig að fátækar konur jafnt sem efnaðar
eigi kost á fóstureyðingu - og rétt kvenna til að ráða yfir sinum
eigin likama.
I mjög fáum löndum hefur tilgangurinn með frjálsum fóstureyðingum
beinlinis verið sá að draga úr fólksfjölgun. Þess eru þó dæmi m.a.
i Kina, Singapore og Túnis.
Andstæðingar rýmkunar laga um fóstureyðingar koma yfirleitt úr hópi
ihaldssamari afla á sviði siðfræði og trúarbragða og hefur kaþólska
kirkjan verið þar i fararbroddi. Þá hafa strangtrúaðir mótmælendur,
múhameóstrúarmenn og Gyðingar einnig staðið gegn frjálsum fóstureyð-
ingum.
Vegna hins siðferðislega þáttar, sem felst i fóstureyðingu, hafa
fóstureyðingar verið mikið hitamál i mörgum löndum og mjög komið
við sögu á hinum pólitiska vettvangi. Hafa jafnvel örlög stjórn-
málaflokka i kosningum ráðist af afstöðu þeirra til fóstureyðinga.
112