Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Blaðsíða 147
Stj.tíð. A, nr. 25/1975.
Lög
um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir
og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.
Forseti Ísi.ands
yjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðíest þau með sam-
þykki minu:
1. KAFLI
Ráðgjöf og fræðsla.
1. gr.
Gefa skal fólki kost á ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlif og barneignir.
Landlæknir hefur á höndum yfirunisjón með Iramkvæmd og uppbyggingu
slikrar ráðgjafar og fræðslu.
2. gr.
Aðstoð skal veita, eflir því sem við á, svo sein hér segir:
1. Fræðsla og ráðgjöf um notkun getnaðarvarna og útvegun þeirra.
2. Ráðgjöf fyrir fólk, sem íhugar að fara frani á fóslureyðingu eða ófrjósemis-
aðgerð.
3. Kvnlífsfræðsla og ráðgjöf og fræðsla um ábyrgð foreldrahlutverks.
4. Ráðgjöf og fræðsla vnrðandi þá aðsloð, sem konunni stendur til boða í sam-
bandi við meðgöngu og barnsburð.
3. gr.
Ráðgjafarþjónusta þessi skal \eitl á lieilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum og
má vera i starfstengslum við mæðranefnd, kvensjúkdómadeildir, geðvernd, Ijöl-
skvlduráðgjöf og télagsráðgjafaþjónustu.
4. gr.
Að ráðgjafarþjónustunni skulu slart'a læknar, félagsráðgjafar, Ijósmæður,
hjúkrunarfólk og kennarar, eflir þvi sem þörf krefur.
5. gr.
Allar viðurkenndar getnaðarvarnir skulu fást hjá ráðgjafarþjónustunni. Unnið
skal að því að auðvelda ahnenningi útvegun gctnaðarvarna, m. a. ineð því, að
sjúkrasamlög taki þátt i kostnaði þeirra.
6. gr.
Ráðgjöf fyrir fólk, sem ihugar íóstureyðingu eða ófrjósemisaðgerð, tekur lil
þess, sem hér segir:
1. Læknishjálp.
2. Þungunarprófanir.
3. Ráðgjafar- og stuðningsviðtöl.
4. Félagsleg aðstoð.
5. Aðstoð við umsókn og tilvisun lil sjúkrahúss.