Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Blaðsíða 17
Tæplega helmingur kvennanna átti lögheimili i Reykjavík um þriójungur
bjó i öðrum kaupstöðum en tæpur fimmtungur i sýslum. Ljóst er aö tíðni
fóstureyðinga er mismunandi eftir þéttbýlisstigi þvi aó timabilið
1976-1981 voru framkvæmdar 5,4 fóstureyðingar á 1000 konur í
Reykjavik, 3,8 á 1000 konur i kaupstöðum og 3,5 á 1000 konur i sýslum.
Á undanförnum árum hafa nær allar fóstureyðingar farið fram á átta
sjúkrahúsum vióa um land. Langflestar þeirra eóa um 75% aógeróa
timabilið 1976-1981 voru gerðar á Kvennadeild Landspitalans, um 10% á
sjúkrahúsi Akraness og 8% á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, en innan
viö 2% á hverju hinna.
Tvær aðferðir hafa verið algengastar við framkvæmd fóstureyóinga,
útskaf og sogskaf, en þær voru vióhafðar i um 96% aógerða timabilið
1976-1981.
Meðalfjöldi legudaga fyrir þær 2955 konur sem fengu fóstureyóingu árin
1976-1981 var 3,2 dagar. Mióað vió tímabilið i heild var algengasti
legutiminn 2-4 dagar. Meö tilkomu dagdeildar við Kvennadeild
Landspitalans i lok árs 1980 eru konur sem þar fara i fóstureyðingu nú
almennt aðeins einn dag. Arið 1982 háttaði svo til um 63% þeirra
kvenna, sem fengu fóstureyöingu þaö ár. Þá er athyglisvert hve sá
hópur sem dvelur 5 daga eða lengur á sjúkrahúsi vegna fóstureyðingar
hefur minnkað mikið með árunum eða úr 30% heildar árið 1976 i 4% áriö
1982.
Bráðabirgóatölur vegna ársins 1983 gefa til kynna, aó sú þróun, sem
átt hefur sér stað varóandi helstu auðkenni kvenna sem gangast undir
fóstureyðingu, heldur áfram i sömu átt og undanfarin ár þ.e. hópur
yngri kvenna stækkar, svo og ógiftra og barnlausra kvenna. Þá hefur
hlutur kvenna meö fyrri fóstureyðingu aukist frá þvi sem verið hefur.
Ef litið er á fóstureyðingar á Islandi i alþjóðlegu tilliti kemur i
ljós aö islendingar ásamt m.a. ibúum Finnlands, Bretlands,
Vestur-Þýskalands og Austur-Evrópulanda falla i hóp fjóróungs
jarðarbúa sem búa við svipaða löggjöf, sem heimilar fóstureyóingar af
félagslegum ástæóum eingöngu og/eða ásamt læknisfræðilegum ástæðum.
Árið 1981 svipaði tiðni fóstureyðinga hér á landi til tiðni
fóstureyðinga i Finnlandi, Kanada og Englands og Wales.
15