Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Blaðsíða 122
1 töflu 80 er yfirlit yfir ófrjósemisaðgerðir áranna 1975-1983. Þar
kemur m.a. fram að fjöldi aðgerða meira en tvöfaldast frá 1975 til
1976 eða úr 201 i 439 en var sióan á fimmta hundrað næstu árin nema
1980 sem sker sig úr þvi þá var fjöldi aðgerða 558, um hundrað
fleiri en árið á undan og eftir. Arin 1982 og 1983 eru ófrjósemis-
aðgerðir orðnar vel yfir 600 á ári. A undanförnum árum hafa að
jafnaði 60-70 konur á ári gengist undir ófrjósemisaðgerð um leió
og þær hafa fengið fóstureyðingu og á heildina litið voru 13% ófrjó-
semisaðgerða kvenna timabilið 1975-1983 framkvæmdar samhliða fóstur-
eyðingu.
Hér á landi eru það að langmestu leyti konur sem gangast undir
ófrjósemisaðgerð. Framan af eftir gildistöku l.nr. 25/1975 fór
aóeins i vöxt að karlar fengju ófrjósemisaðgerð. Urðu þeir flestir
40 árið 1979, sem svarar til 8,7% heildar það ár. Næstu tvö árin
fækkaði þeim og 1981 voru framkvæmdar 22 ófrjósemisaðgerðir á
körlum, en það eru 5% allra aógerða það ár. Arið 1982 var fjöldi
þeirra 37 en 28 árið 1983. Til samanburðar má geta þess, að á
hinum Norðurlöndunum er hlutur karla i ófrjósemisaðgerðum mun meiri
eða 9,4% i Finnlandi (1980), 27,7% i Sviþjóð (1981), 30,3% i Noregi
(1980) og 41,5% i Danmörku (1980). (15)
Sé fjöldi ófrjósemisaógeróa i heild skoðaður miðað við ibúatölu
kemur i ljós að Island er með næst hæsta tiðni eða 2,02 ófrjósemis-
aðgerðir á hverja 1000 ibúa, næst á eftir Danmörku sem er með 2,25.
Tölurnar fyrir hin Norðurlöndin eru 0,50 i Finnlandi, 1,20 i Sviþjóð
og 1,74 i Noregi. (15)
Miðað við aldursskiptingu þeirra sem fengu ófrjósemisaðgerð hér á
landi árið 1983 voru rúmlega tvær af hverjum þremur kvennanna á
aldrinum 35-44 ára eða 68%. A þeim aldri voru 43% karlanna.
Arin 1975-1983 hafa yfir fjögur þúsund konur gengist undir ófrjó-
semisaðgerð hér á landi.’ Arin 1981-1983 voru. 93%.þeirra kvenna sem
þá fóru i slika aðgeró 44 ára eða yngri en Upplýsingar skortir um
aldursskiptinguna hin fyrri ár. 1 ljósi þessa má ætla að mikill
meirihluti þessara rúmlega fjögur þúsund kvenna séu enn á barneignar-
aldri. Miðað við að 90% þeirra séu nú á aldrinum 15-49 ára samsvarar
það þvi að rúm 6% kvenna á þessum aldri noti ófrjósemisaðgerð sem
sina getnaðarvörn.
120