Leikhúsmál - 01.06.1950, Page 5
Leikhúsmál
5
Byggingarnefnd, Þjóðleikhússins. Frá vinstri: lngimar
Jónsson. Hörður Bjarnason, form. og Jónas Jónsson.
Þá gekk formaður byggingar-
nefndar hússins, Hörður Bjarna-
son skipulagsstjóri, upp á leik-
sviðið. I ræðu sinni rakti hann að
nokkru byggingarsögu hússins.
Minntist hann byggingarmeistar-
ans Guðjóns Samúelssoanr pró-
fessors, sem nú lægi á sjúkrahúsi,
og gæti bví ekki auðnazt, að vera
viðstaddur vígslu þess verks, er
hannn hafði tekið mestu ástfóstri
við.
Fyrir hönd byggingarnefndar,
afhenti hann ríkisstjórninni Þjóð-
leikhúsið.
Björn Ólafsson menntamála-
ráðherra gekk þá fram á svið-
ið og sagðist veita viðtöku
þessari virðulegu byggingu fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar. Þakkaði ráðherrann bygging-
amefndinni og öðrum, sem unnið höfðu
fyrir málið. „Sérstaklega þakka ég þeim
mönnum, lífs og liðnum“, mælti hann, „sem
í öndverðu höfðu forgöngu þessa máls, og
misstu aldrei trúna á það, að þessi hugsjón
þeirra ætti eftir að rætast. Ég veiti viðtöku
þessu húsi, og afhendi þjóðinni það til eignar,
með þeirri ósk, að hér megi hún skoða sjálfa
sig í skuggsjá listarinnar, — og að hér megi
jafnan loga sá helgi eldur menningar og
mannvits, sem hverju þjóðfélagi er nauðsyn
til sannra framfara.“ — ....
Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri tók
því næst til máls. Hneig ræða hans að til-
gangi leikhússins fyrir þjóðina. Talaði hann
um hið fórnfúsa starf leikaranna á umliðn-
um áratugum, og um hinn mikla árangur af
starfi þeirra. Taldi hann þjóðina standa í
mikilli þakkarskuld við þessa brautryðjend-
ur, og þá skuld yrði leikhúsið að gjalda, með
því að halda hátt merki leiklistarinnar. Hann
minntist á hinn frábæra áhuga leikhúsgesta,
verk leikritahöfundanna og leikleiðbeinend-
anna, allir þessir aðilar hefðu haft samstarf
um þróun þessarar listar. „Höfuðhlutverk
ábyrgs leikhúss, hlýtur fyrst og fremst að
vera, að sýna áhorfendunum inn í djúp
mannssálarinnar, og skýra á listrænan hátt
sem flest viðfangsefni mannlegs lífs. .... Ef
vér öll, leikhúsgestir, leikarar, rithöfundar og
stjórnendur, sameinumst um, að gera veg
Þjóðleikhússins sem mestan, megum vér vera
þess fullviss, að starfsemi þess markar tíma-
mót í menningarsögu þjóðar vorrar.“ ....
Er leikhússtjórinn hafði lokið máli sínu,
lék hljómsveitin hátíðaforleik, saminn af Páli
ísólfssyni, vegna vígslu Þjóðleikhússins. Höf-
undurinn stjórnaði.
Að því loknu flutti Tómas Guðmundsson
skáld forljóð, er hann hafði ort í tilefni af
vígslunni.
Öllum þessum byrjunaratriðum leikhús-
vígslunnar, var tekið með miklum fögnuði
vígslugesta. —
Þá hófst forleikur að vígsluleiksýningunni,
saminn af Árna Björnssyni. Dr. V. Urbant-
schitsch stjórnaði, og síðan hófst sýning á
Nýársnóttinni eftir Indriða Einarsson, undir
stjórn Indriða Waage.
Að lokinni leiksýningu voru leikendur
hylltir mjög af áhorfendum.
Þá las leikhússtjóri símskeyti frá forseta
íslands svo hljóðandi:
„Innilegar árnaðaróskir yður, leikhúsinu,
starfsmönnunum og þjóðinni.
Sveinn Björnsson.“
(Forseti var sjúkur erlendis, og gat því
ekki verið viðstaddur vígsluna).
Nú voru fluttar kveðjur innlendra manna.
Gekk fyrstur inn á sviðið Valur Gíslason