Leikhúsmál - 01.06.1950, Page 13

Leikhúsmál - 01.06.1950, Page 13
Leikhúsmál 13 Frá leikhúsvígslunni. Ásgeir Hjartarson: Frá vígslu Þjóðleikhússins (Úr Tímariti Máls og menningar.) Það er sagt að menningarstig þjóða megi öðru fremur ráða af rækt þeirri og virkt sem ríkið sýni leikhúsmálum; nú hafa ís- lendingar eignazt þjóðleikhús, loksins! Saga þess er orðin löng og greinir eflaust frá mörgum víxlsporum og mistökum, en það látum við okkur litlu skipta á þessari stundu. Á sumardaginn fyrsta fór vígslan fram, hinn 20. apríl, það var merkilegur atburður, há- tíðleg stund. Það eru örlög leiklistarinnar að lifa aðeins skamma hríð, en hverfa um leið og tjaldið fellur og salurinn tæmist; og þó er hún líf- rænust og máttugust allra listgreina og sú er snertir okkur sterkast og dýpst: í leikhús- inu er það maðurinn sjálfur, ljóslifandi og holdi klæddur, sem flytur okkur boðskap listarinnar. Leiklistin er tengd skáldskapn- um órjúfandi böndum og tekur tónlist og myndlist í þjónustu sína; í sölum Þalíu, hin- um undarlega gerviheimi, ríkir hátíð, leikur og gleði, þar vörpum við af okkur fargi hins virka dags, kynnumst margbreytilegu, iðandi lífi. En leikhúsið á framar öllu að vera skugg- sjá aldarfarsins, eins og Hamlet komst að orði, það á að vera framvörður menningar- innar, túlkur hugsjóna, boðberi mikilvægra sanninda. Þar eiga að hljóma kröfur um fé- lagslegt réttlæti, þar á að svipta grímunni af hræsni, ranglæti, kúgun, hindurvitnum og lífslygi. Og þar eigum við að kynnast mannlegum sorgum og gleði, ástríðum, dáð-

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.