Leikhúsmál - 01.06.1950, Page 15

Leikhúsmál - 01.06.1950, Page 15
Leikhúsmál 15 Leikhússalurinn. daga. Aldrei hefur þróunin verið jafnör sem hið síðustu ár, enda ráðizt í stórbrotin verk- efni: „Pétur Gautur“, „Kaupmaðurinn í Fen- eyjum“ og „Hamlet“ eru okkur í fersku minni. Nýir leikarar bætast stöðugt í hóp- inn og hljóta menntun í leikskólum utanlands og innan, og þó að margir séu kallaðir en færri útvaldir, skortir ekki trú og áhuga, hreyfingu og líf. íslenzk leiklist stendur á tímamótum. Mikil- vægum áfanga er náð, tími kotungsháttarins liðinn, og þarf væntanlega ekki lengur að kvarta yfir ónógu olnbogarúmi, tímaskorti og lélegum ytri aðstæðum. En framtíð Þjóð- leikhússins er þó óráðin í mörgu, og mikil ábyrgð og ærinn vandi hvílir á þeim mönn- um, sem þar eiga að hafa forustu hin næstu ár; hinu verður ekki að óreyndu trúað að áhorfendur skorti eða þjóðin sýni leikhúsi sínu tómlæti. Það hlýtur að verða megin- starf leikhússins að kynna íslendingum hið bezta úr leikrænum skáldskap framandi þjóða, bæði sígild verk og nýtízk „óðals- merkja Fróni djásn og gull“. En íslenzkt þjóð- leikhús þarfnast innlendra leikrita, ef það á ekki að kafna undir nafni, leiklistin getur ekki náð fullum þroska nema hún fái að glíma við þjóðleg viðfangsefni. Leikritin ís- lenzku eru orðin furðumörg, þegar alls er gætt, en það mun sannast sagna að flest séu andvana fædd eða af miklum vanefnum gerð, og muni aðeins fá eiga líf fyrir höndum; þessi sorglega staðreynd hlaut að koma manni í hug þegar leikhúsið var vígt. Á öðrum tug aldarinnar var mikil framsókn og gróandi í íslenzkri leikritun, en síðan afturför, á síð- ustu árum hefur vart komið fram verk sem leikhæft má kalla, þar ríkir auðn og tóm. Er auðsætt að við svo búið má ekki lengur standa, skáldin verða framar öllu að gefa sig að samningu leikrita, enda er þar til frægðar að vinna. Leikritun er vafalaust erfitt starf

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.