Leikhúsmál - 01.06.1950, Page 18

Leikhúsmál - 01.06.1950, Page 18
18 Leikhúsmál Nýársnóttin. Álfakóngurinn, efst miðsviðs, Indriði Wo.age. honum þann glæsilega búning, sem Indriði Einarsson ætlaðist til og þráði; þar gaf að líta fagran súlnasal og álfaborgir, skrautleg- an klæðnað, dans ungra meyja og sveina. Leikendurnir fóru vel með hlutverk sín að fáum undanskildum, og sumir ágætlega. Þóra Borg var Áslaug álfkona, tíguleg og mild, en Indriði Waage álfakóngurinn, hinn grimm- lyndi harðstjóri, og hefði mátt standa af hon- um sterkari stuggur, sópa meir að honum. Af fólkinu á bænum er sérstök ástæða að minnast á Arndísi Björnsdóttur, Hildi Kal- man og Val Gíslason, allt skemmtilegar og fyndnar persónur og rammíslenzkar í bezta lagi, að ógleymdri Bryndísi Pétursdóttur, sem bjargaði hlutverki Guðrúnar með æskuþokka sínum og barnslegri alvöru. Alfreð Andrés- son, hinn margfrægi skopleikari, var flakk- arinn Gvendur snemmbæri og allur hinn kát- legasti sem vænta mátti, en tókst þó ekki að vekja verulegan hlátur í salnum, og má af því ráða að lítil muni áhrif „Nýársnætur- innar“ á leikhúsgesti okkar daga. Álfameyjarnar og Jón. Frá vinstri: Mjöll: Steinunn Bjarnadóttir. Heiðbláin: Elín Ingv- arsdóttir. Ljósbjört: Inga Laxness. Jón: Bald- vin Halldórsson.

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.