Leikhúsmál - 01.06.1950, Page 20

Leikhúsmál - 01.06.1950, Page 20
20 Leikhúsmál Guðjón Samúelsson, prófessor. verið gert annarsstaðar, og verður gert síðar. Hjá þeim, sem bezt þekktu húsameistarann, og lengst áttu með honum samstarf, verður hans minnzt sem óvenjulegs afkastamanns, frumlegs og stórhuga listamanns, er ruddi nýjar brautir, enda þótt á stundum andaði köldu, og uppskeran væri oft á tíðum skiln- ingsleysi og sleggjudómar. Guðjón Samúels- son lét slíkt aldrei á sig fá, og grandvarari mann í annarra garð hef ég fáa hitt, og var það eitt af sönnum aðalsmerkjum hans. Störf húsameistara ríkisins náðu til mestr- ar byggðar landsins, en hér í höfuðborginni auðnaðist honum að skapa óbrotgjarna minn- isvarða, og hefur öllum öðrum fremur mót- að þann svip Reykjavíkur, er gerir hana að höfuðborg. Guðjón Samúelsson átti sæti í skipulags- nefndinni frá upphafi. Lagði hann jafnan mikla rækt við þau störf. íslendingar voru í hópi fyrstu þjóða á Norðurlöndum, er settu fullkomna skipulagslöggjöf, en þar var einnig brautryðjendastarfið lagt á herðar húsmeist- aranum og samstarfsmanna hans. Þótt margt hafi að sjálfsögðu tekið breytingum síðan fyrsti skipulagsuppdráttur var gerður af Reykjavík, og allar aðstæður og þróun orðið önnur en þá var unnt að sjá fyrir, verður eigi móti mælt, að grundvöllurinn sem þá var lagður, sýndi mikla framsýni, og var þar margt framar en á síðari árum. Á þessu sviði byggingarmálanna í Reykja- vík, sem þá var ónuminn akur, komu hæfi- leikar húsameistarans að góðu gagni. Vissu- lega var margt það í skipulagsmálunum, sem betur mátti fara, og æskilegra hefði verið. Hygg ég að engum hafi verið það ljósara en einmitt honum, en allt frumstarf skipulags- ins var háð margvíslegum og óviðráðanleg- um atvikum, sem ör þróun í byggingarmál- um og breyttum aðstæðum skapaði. Þó býr Reykjavík enn í dag um margt að fyrstu gerð í þessum efnum, sem á engan hátt stendur að baki því, sem reynslan hefur sannað, að réttast sé. Þótt húsameistari ríkisins hafi þannig tekið virkan þátt í því, að leggja gnmdvöllinn undir byggðina síðustu þrjá áratugina, ber þó meira á því, sem af grunni hefur risið af hendi hans sem húsameistara,-----einstakar byggingar hans, er settu svip á bæinn. Um það bil, sem hann lauk námi erlendis, gerði hann byggingar, svo sem Eimskipafé- lagshúsið og núverandi Reykjavíkurapótek. Hvortveggja stórbyggingar í þá daga, og eru raunar enn. Fyrstu starfsárin teiknaði hann fjölda íbúð- arhúsa, — sum þeirra með áður óþekktum glæsibrag, og með áhrifum þeirrar menning- ar, er um það leyti var ríkjandi í byggingar- háttum nágrannaþjóðanna. Guðjón Samúelsson varð fljótlega mikil- virkur, eftir að hann tók við embætti húsa- meistara. Flest var þá ógert í byggingarmál- um hins opinbera. Þegar á fyrstu árunum tók hann að vinna að ýmsum þeim stórbygg- ingum hér í bænum, sem halda munu á lofti nafni hans, og lofa meistara sinn um ókomin ár. Þrjár öndvegisbyggingar ber þar hæst, en það eru Landsspítalinn, Háskólinn og Þjóð- leikhúsið. Munu þessi þrjú stórvirki ætíð talin með merkustu byggingum, sem þjóðin hefur reist, og út af fyrir sig nægilegt til þess að halda uppi hróðri húsameistarans, þótt eigi hefðu verið fleiri. Aðrar byggingar hans, sem byggðar voru

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.