Leikhúsmál - 01.06.1950, Side 22
22
Leikhúsmál
Lárus Sigurbjörnsson,
FJALLA-E Y VINDUR
eftir
Jóliann Sigurjónsson.
Leikstjóri: Haraldur Björnsson.
Úr því að Þjóðleikhúsið kaus ekki Lyga-
Mörð eftir Jóhann Sigurjónsson til vígslu
sinnar, var vel ráðið, að Fjalla-Eyvindur yrði
annað leikritið, sem sýnt var í hinu nýja leik-
húsi. Fjalla-Eyvindur er stórbrotið verk, ef
til vill bezta leikrit Jóhanns, en því verður
ekki mótmælt, að hér var einstakt tækifæri
til þess að sviðsetja mikilfenglegt söguleik-
rit og bæta fyrir þá vanrækzlu, að Lyga-
Mörður hefur enn ekki verið
sýndur á íslenzku leiksviði.
Fjalla-Eyvindur er þekkt
leikrit. Það hefur verið sýnt
100 sinnum hér í bænum, áð-
ur en Þjóðleikhúsið tók það
til sýningar. Margir ágætir
leikendur hafa leikið hlut-
verk sín í leiknum oft sinnis,
jafnvel frá byrjun, eins og
Friðfinnur Guðjónsson Jón
bónda. Það fer ekki hjá því,
að slíkur leikur verði að lok-
um í föstum skorðum. Bæt-
um nú við, að sami leikstjóri,
Haraldur Björnsson, hefur
haft leikinn með höndum í
25 ár og haldið trúlega fast
við reynda leikaðferð í öll-
um höfuðatriðum, þá getur
ekki hjá því farið, að árang-
urinn, Fjalla-Eyvindur eins
og hann birtist á sviði Þjóð-
leikhússins, gefi oss glögga
mynd af ásigkomulagi leik-
listarinnar hér.
Frá þessu sjónarhveli er
ástæðulaust að bollaleggja
um nýjungar, sem menn
þykjast sjá í búningum,
handapati eða fótaburði leik-
enda, og tilgangslaust að fetta fingur út í
leikstjórnina sem slíka, í heild eða einstökum
atriðum. Hér veltur allt á því, hvort rauður
þráður erfðavenjunnar gangi gegnum sýning-
una, hvort leikstjóri beri skírsl fyrir hana,
leikendur kunni að leika sitt eigið þjóðlíf, mál-
ari þekki íslenzkt landslag, búningar sögu-
lega réttir.
Frá þessu sjónarhveli er sýningin á Fjalla-
Eyvindi í Þjóðleikhúsinu merkileg og at-
hyglisverð. Merkileg fyrir hinar jákvæðu
hliðar, séðar héðan, athyglisverð fyrir hinar
neikvæðu. Einmitt þær gefa tilefni til gagn-
gerðrar endurskoðunar á allri sviðsetningu
leikritsins.
Ef höfð er bókhalds-aðferð, sjáum vér. inn-
stæðumegin búninga (Lárus Ingólfsson), ekki
af því að þeir séu sögulega réttir í öllum at-
Kári og Halla í öðrum þætti.