Leikhúsmál - 01.06.1950, Qupperneq 24
24
Leikhúsmál
riðum, heldur af því að
í þeim er skemmmtileg sögu-
leg tillíking og útfærzlan
gleður augað. Leikstjórnin sem
þáttur úr sviðsetningunni er
hér líka, enda þótt hið stóra
leiksvið hafi freistað leikstjór-
ans til þess að stækka sumar
hreyfingar, sem þoldu það tæp-
lega. Að sjálfsögðu skila nokkr-
ir leikendur drjúgu innleggi
eins og Friðfinnur, Gunnþór-
unn og Þorsteinn Ö. Stephen-
sen. Það er sannreynt, að þetta
fólk kann að leika sitt eigið
þjóðlíf. Við hliðina á þessu
fólki slær nokkruni fölva á
leikaðferð Haralds Björnssonar
í sama hlutverki Arnesar, en
hann verður samt talinn réttu
megin sökum yfirburða á leik-
sviðinu í þriðja þætti leiksins,
spurningin er, hvort ekki verði
bætt úr 'brotalöm, sem virðist
vera á hlutverkinu frá hendi
höfundar, milli tveggja fyrstu
þáttanna og hins þriðja, með
því að leika Arnes sem jafn-
aldra Kára að útliti. Lárus Ing-
ólfsson skilar Arngrími holds-
veika í vandlega hugsaðri út-
færzlu, hóflega ýktri, hvað Jón bóndi
snertir gervi, en með dáltíið
tildurslegu raddfæri, varla nógu hrjúfur
og dimmur. Þá eiga og hér innlegg
nokkrir fleiri leikendur þó í smáu sé.
Anna Guðmundsdóttir og Wilhelm Norð-
fjörð eru góð vinnuhjú í sveit á íslandi
og forðast „sveitamennskusniðið“, sem
sumir aukaleikendanna í öðrum þætti halda
augsýnilega eigi við um íslenzkt sveitafólk.
Og litla stúlkan Kristín Waage (Tóta) var
yndislegt barn.
Nú er ekki sagt, að allt sé vandlega fært
til bókar, en hinum mégin, eða í skuld við
sviðsetningu, í senn hefðbundna og þjóðlega,
listræna og áhrifaríka, verða fyrst og fremst
leiktjöldin (Sigfús Halldórsson) ekki af því
að þau séu ljót og leiðinleg, heldur fyrir
kona hans (Friðf. Guðj.s. og; Gunnþórunn Halldórsd.).
hófleysi í línum og litum. Kaldranalegasta
ljósmynd eða glansmynd af íslenzku lands-
’lagi væri hundrað sinnum betri en þetta
ósamstæða safn af „brekkum“, „fossum“,
„jöklum“ og „gjám“. Og hér er einmitt spurn-
ingin borin upp í fyrsta sinn, athyglisverð í
sambandi við þessa sýningu á þjóðlegu leik-
riti. Er unga kynslóðin, málarinn og sumir
leikenda, utanveltu við íslenzkt þjóðlíf? (Out
of tune, fyrir þá, sem ekki skilja íslenzku).
Þá og aðeins þá er ástæða til þess að taka
Fjalla-Eyvind og önnur þjóðleg leikrit til
gagngerðrar endurskoðunar og rannsóknar.
Verk eins og Fjalla-Eyvind má rýna ofan
í kjölinn á margvíslegan hátt. Vafalaust er
hin hefðbundna leikaðferð, að skipa Höllu