Leikhúsmál - 01.06.1950, Page 26
26
Leikhúsmál
Sigurður Grímsson:
ÍSLANDSKLUKKAN
eftir
Halldór Kiljan Laxness.
Leikstjóri: Lárus Pálsson.
Eitt þeirra þriggja leikrita, sem Þjóðleik-
húsið tók til sýningar, er það hóf starfsemi
sína, var íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan
Laxness. Hin voru, sem kunnugt er, Nýárs-
nóttin eftir Indriða Einarsson og Fjalla-Ey-
indur Jóhanns Sigurjónssonar. Af leikritum
þessum vakti íslandsklukkan mesta athygli
og eftirvæntingu sem við var að búast, því
að það var nýtt af nálinni og höfundur þess
eitt víðfrægasta og mikilvirkasta skáld þjóð-
arinnar fyrr og síðar. Aðsókn að leiknum
varð líka mjög mikil, því það var sýnt 24
sinnum á þeim tæpum tveimur og hálfum
mánuði, sem leikhúsið starfaði þessu sinni.
íslandsklukkan er samin upp úr sagnabálki
skáldsins um Jón Hreggviðsson, er út kom í
þremur bindum á árunum 1943—46. Er það
mikið verk og glæsilegt, þó að ekki verði það
talið með allra fremstu ritverkum höfundar-
ins. Ritið var þegar mikið keypt og lesið og
hlut að verðleikum mikið lof, enda verður
ekki um það deilt, að Kiljan hefur yfir að
ráða frábærri tækni og stílsnilld og er gædd-
ur mikilli skáldgáfu, þó að mönnum finnist
í sýslumanninum og Anna Guðmundsdóttir
og Edda Kvaran voru sunnudagsbúnar vinnu-
konur.
Frá því sjónarhveli, sem hér hefur verið
haft, leynir sér ekki, þrátt fyrir nokkur af-
vik í einstaka atriði, að íslenzkt leiksvið á
nú arfgengar leikvenjur (tradition) í a. m. k.
einu leikriti. Þetta er vissulega að þakka leik-
stjóranum, Haraldi Björnssyni, sem staðizt
hefur skírslburðinn. Annað mál er svo það,
hvort gagngerð texta-endurskoðun sé ekki
tímabær, hvað Fjalla-Eyvind snertir, og þá
um leið tilreynandi að líta einu sinni á gang
málanna frá sjónarhveli Kára, karlmannsins
í leiknum. L. S.
Jón Hreggviðsson
(Brynjólfur Jóhannesson).
á stundum, að þeir þurf að vaða aurinn full
djúpt til þess að handsama perlurnar í skáld-
skap hans.
íslandsklukkan er að mörgu leyti gott verk,
en á því eru þó mjög augljósir og veigamiklir
gallar. Samtölin eru oft fjörmikil og leiftr-
andi og höfundinum hefur tekizt undravel
að setja á leikritið svipmót þeirra tíma, sem
það gerist á, bæði um málfar persónanna,
háttu þeirra og hugarfar. En verkið er flaust-
urslega unnið. Höfundurinn hefur reynt að
koma fyrir í leikritinu sem mestu af hinu
yfirgripsmikla efni sögunnar, en ekki tekizt
það svo vel fari. Atburðarás leikritsins er
slitrótt og hin fjölmörgu atriði þess ekki í
eðlilegum tengslum hvert við annað. Leik-
ritið vantar því heildarsvip og það er um
of háð stuðningi sögunnar. — Af því sem nú
hefur verið sagt, er það ljóst að hér er ekki
um leikrit að ræða, er lúti venjulegum
dramatiskum lögmálum, heldur ótal svip-
myndir, er höfundurinn bregður upp fyrir
áhorfandanum, líkt og kvikmyndum á tjaldi.