Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 27
Leikhúsmál
27
íslandsklukkan: Inni í Bæðratungu. Gestur Pálsson sam Magnús. — Herdís Þorvaldsdóttir sem Snæfríður.
og flestar eru myndir þessar svo stuttar og
bregður svo fljótt fyrir, að ég gæti trúað að
ýmis atriði leikritsins fari fyrir ofan garð og
neðan hjá þeim, sem sjá það og ekki hafa
áður kynnt sér efni sögunnar. Og þó er það
einmitt þessi hraði í leik og sviðskiptingu,
sem heldur leikritinu saman. Án hans mundi
það vissulega falla í mola.
Efni leikritsins verður ekki rakið hér, enda
ekki rúm til þess. Höfundurinn leiðir okkur
í aldir aftur, til hinna verstu niðurlægingar-
tíma í lífi íslenzku þjóðarinnar, er böðulsvald
Bessastaðaherranna stóð í algleymingi og
refsidómar, limlestingar og líflát vofðu yfir
hverjum manni í landi hér fyrir litlar sakir
eða engar. Þó er það ekki hin hatramma
ádeila höfundarins á hina dönsku valdhafa,
sem athyglisverðust er í leikriti þessu, heldur
miklu fremur hin þungu varnaðarorð hans,
er hann lýsir því hversu fara mundi fyrir
varnarlausri smáþjóð, ef hún játaðist undir
tröllsvernd erlends stórveldis og gerðist lepp-
þjóð þess. Er sú hugvekja höfundarins vissu-
lega tímabær eins og nú horfir í heiminum
og ætti að vera því áhrifaríkari sem vitað er
að hann er ef til vill kunnugri þessum mál-
um en margur annar.
Lárus Pálsson setti leikritið á svið og ann-
aðist leikstjórnina. Hefur það án efa verið
erfitt verk og vandasamt og gert hinar ítr-
ustu kröfur til leikstjórans. En Lárus leysti
það afbragðsvel af hendi, með hugkvæmni
og dirfsku kunnáttumannsins og öruggum,
listrænum skilningi á viðfangsefninu. Hefur
Lárus átt hvað mestan þátt í því hversu
góðu gengi leikritið hefur átt að fagna meðal
leikhúsgesta og má með réttu segja að hann
hafi unnið þar giæsilegan sigur sem leikstjóri.
Þó ber að geta þess, að sá sigur hefði ekki
verið unninn nema fyrir gott samstarf leik-
stjórans við leiksviðsstjórann Yngva Thor-
kelsson, leiktjaldamálarann, Lárus Ingólfsson