Leikhúsmál - 01.06.1950, Síða 28

Leikhúsmál - 01.06.1950, Síða 28
28 Leikhúsmál Islandsklukkan: I Almannagjá. Varðmaður (Vald. Helgas.) Snæfríður og Eydalín. og ljósameistarana, sem allir hafa af hendi innt hið ágætasta verk. Þó hefur leikstjóran- um ekki tekizt að blása lífi í 6. leiksvið 2. þáttar og 10. leiksvið 3. þáttar, þar sem hinir dæmdu skipta á milli sín „replikunum11, né heldur í 6. leiksvið 3. báttar, er bau Arnæus og Snæfríður íslandssól ræðast við úti í Kaup- inhafn. En ekki gef ég leikstjóranum þetta að sök, svo leiðinleg eru þessi atriði frá hendi höfundarins. í íslandsklukkunni ber mergt fyrir augu áhorfandans. Eymd og vesaldómur, auðnu- leysingjar, bjánar og húsgangslýður er þar á hverju leiti, en upp úr sortanum stíga tvær mannverur, er bregða birtu í kringum sig: Snæfríður íslandssól — hið ljósa man — og Arnas Arnæus, hinn ágæti menntafrömuður, kyrr í fasi og „svipurinn í senn mjúkur og dapur.“ En minnisstæðastur verður manni þó kotbóndinn á Rein, — Jón Hreggviðsson. Hortugur og ósvífinn og ósveigjanlegur hvað sem á dynur, en undir niðri gæddur góðri kímni (humor), sem hann lætur stundum skína í. íslendingseðlið holdi klætt, er að lokum sigraði yfir erlendu kúgunarvaldi. Aðalhlutverkið í leikritinu, Snæfríði dóttur Eydalíns lögmanns, fór frú Herdís Þorvalds- dóttir með fyrstu sjö sýningarnar. En þá varð hún að hætta um sinn og tók þá Guðbjörg Þorbjarnardóttur við hlutverkinu. Var leikur frú Herdísar allur hinn ágætasti, reisn henn- ar góð og fas og framkoma virðuleg, raddblær- inn viðfeldinn og málfar hennar, sem jafnan endranær, skýrt og eðlilegt. Leikur Guð- bjargar Þorbjarnardóttur var einnig prýðis- góður. Hún minnti að vísu í leik sínum á fyrirrennarar sinn í hlutverkinu, en hjá því varð vitanlega ekki komizt. Leikurinn varð að vera í beim skorðum, sem honum hafði í upphafi verið settar af hendi leikstjórans. En leikur ungfrúarinnar bar þess vott að hún býr yfir góðri leikgáfu og að óhætt er að fela

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.