Leikhúsmál - 01.06.1950, Síða 30
30
Leikhúsmál
Eydalín lögmaður
(Valur Gíslason).
hlutverki Jóns Grinvicensis afbragðsgóður.
Gervi hans og látbragð er í hnitmiðuðu sam-
ræmi við persónuna, þennan auðtrúa og
hrekklausa gamla mann, sem er orðinn vis-
inn og skorpinn eins og bókfellin í kringum
hann. Heilsteypt mynd og leikur sem aldrei
skeikar.
Haraldur Björnsson lék Jón Marteinsson,
„þann auma skálk“ og erkióvin Jóns Grinvi-
censis. Er leikur Haralds í hlutverki þessu
hinn prýðilegasti, bráðfjörugur og skemmti-
legur og gervið ágætt.
Frú Regína Þórðardóttir lék Mettu, konu
Arnæusar. Er það vandasamt hlutverk, þótt
ekki sé það mikið að vöxtum. Leysir frúin
það ágætlega af hendi, með mikilli smekk-
vísi og gætir þess réttilega, að stilla leiknum
svo í hóf, að ekki halli um of á þessa
konu. í'.sri icgye.'
Valur Gíslason lék Edalin lögmann af góð-
Snæfríður íslandssól
(Herdís Þorvaldsdóttir).
íílfi, *>
inA
um skilningi og með þeim höfðingsbrag, er
sæmir slíkum valdsmanni.
Önnur hlutyerk eru smá, og er þau öll vel
af hendi leyst.
Þrátt fyrir þá annmarka, sem eru á íslands-
klukkunni frá hendi höfundarins, var sýn-
ingin á henni mikill leiklistarviðburður, fyrst
og fremst vegna þess hversu vel hún var sett
á svið og einnig vegna hinnar miklu tækni,
sem Þjóðleikhúsið á yfir að ráða.
Hólmfríður Pálsdóttir.
Þessi unga stúlka, sem er stúdent, og hef-
ur lokið heimspekiprófi við háskólann hér,
fyrir nokkrum árum, er nú komin heim
eftir 4 ára leiknám. Fyrst í Skandinavíu, og
nú síðast 3 ár í London, þar sem hún í sumar
lauk leiklistarprófi með ágætum á Royal
Academi of Dramatic, Arts.