Leikhúsmál - 01.06.1950, Page 31
Leikhúsmál
31
Metta (Regína Þórðardóttir).
Steinunn Bjarnadóttir
lauk einnig í fyrra prófi við sama skóla í
London. Hún hefur unnið við Þjóðleikhúsið
í vetur, og leikið Mjöll í Nýársnóttinni, einnig
hafði hún hlutverk í íslandsklukkunni, og tók
við hlutverki Guðbjargar Þorbjarnardóttur,
er hún byrjaði að leika Snæfríði eftir Her-
dísi Þorvaldsdóttur.
Baldvin Halldórsson
lauk prófi í fyrravor við Royal Academy of
Dramatic Arts í London. Hann hefur starfað
hér við Þjóðleikhúsið í vetur, og meðal ann-
ar.s leikið í íslandsklukkunni og Jón í Ný-
ársnóttinni.
Þorgrímur Einarsson
hefur unnið í vetur við norska leikhúsið í
Oslo, bæði sem nemandi og leikari. Allir hafa
... - i
þessir leikarar verið í leikferðum í sumar
hérlendis, eins og getið er um annars staðar
í bláðinu.
Haukur Óskarsson
hefur stundað nám við leiklistarskóla í
Salzburg í Austurríki, frá nýári s.l. Lagði
hann og stund á söngnám, hjá hinum beztu
kennurum. Hann er nú kominn heim fyrir
nokkru, og hefur ferðazt um landið í sumar,
og leikið með umferðaleikflokknum „Sumar-
gestir“. Haukur er Reykvíkingum að góðu
kunnur sem söngvari, og einnig eftir leik
sinn og söng í Vermlendingunum hér fyrir
nokkrum árum.
Gunnar Eyjólfsson
kom heim í vor frá Svíþjóð. Hafði hann
verið við starf og nám í klg. dramatiska leik-
húsinu í Stokkhólmi.
Metta og Arnœus.