Leikhúsmál - 01.06.1950, Qupperneq 35

Leikhúsmál - 01.06.1950, Qupperneq 35
Leikhúsmál 35 Har. Björnsson: r I Stratford upon Avon Það er eitthvað heillandi við að koma í þennan gamla smábæ, sem ekki hefur nema 11 þúsund íbúa — fæðingarbæ William Shakespeares — skáldkonungsins mikla, sem allur heimurinn hyllir enn þann dag í dag, sem mesta leikritaskáld allra tíma. Ég geng í logni og hitasólskini frá brautar- stöðinni, upp eina af aðalgötunum. Hér er ekki þessi ólgandi umferð eins og í London. Bær- inn er fullur af ferðamönnum, konum og körlum, ungum og gömlum frá öllum lönd- um heims. Það ber miklu meira á þeim, en sjálfum bæjarbúum. Fyrsta gamla húsið í Tudorstíl, vekur athygli mína. Ég hef svo oft áður virt það fyrir mér — á myndum. Fæðingarstaður og æskuheimili Shakespeares. Þar er nú safn, og eftirsóttur staður af ferða- mönnum. Ég geng rakleitt inn í flísalagt for- dyri með mjög slitnu hellugólfi. Á efri hæð- inni eru einnig rúmgóð herbergi, en eikar- plankarnir í gólfinu eru mjög slitnir. Eyði- legur og kuldalegur er þessi stóri salur, sem skáldið fæddist í, en stóra eldstóin vitnar um, að þar hafi þó getað verið hlýtt. Margar og margvíslegar tilgátur og minn- ingar frá verkum skáldsins koma fram í hugann á þessum stað. Svartir, illa tilhöggnir eikarbjálkarnir í lofti og veggjum, og þeir fáu gripir frá 16. öld, sem enn fá að vera hér — á sínum stað, tala sínu þögla máli. Ég berst með ferðamannastraumnum út í sólskinið. Skoða Harwardhouse og Garrricks Inn, með útskornu mannamyndirnar á fram- Að ofan: Æskuheimili Shakespeares. —Að neðan: Stofan, þar sem talið er að Shakespeare hafi fœðzt.

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.