Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 35

Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 35
Leikhúsmál 35 Har. Björnsson: r I Stratford upon Avon Það er eitthvað heillandi við að koma í þennan gamla smábæ, sem ekki hefur nema 11 þúsund íbúa — fæðingarbæ William Shakespeares — skáldkonungsins mikla, sem allur heimurinn hyllir enn þann dag í dag, sem mesta leikritaskáld allra tíma. Ég geng í logni og hitasólskini frá brautar- stöðinni, upp eina af aðalgötunum. Hér er ekki þessi ólgandi umferð eins og í London. Bær- inn er fullur af ferðamönnum, konum og körlum, ungum og gömlum frá öllum lönd- um heims. Það ber miklu meira á þeim, en sjálfum bæjarbúum. Fyrsta gamla húsið í Tudorstíl, vekur athygli mína. Ég hef svo oft áður virt það fyrir mér — á myndum. Fæðingarstaður og æskuheimili Shakespeares. Þar er nú safn, og eftirsóttur staður af ferða- mönnum. Ég geng rakleitt inn í flísalagt for- dyri með mjög slitnu hellugólfi. Á efri hæð- inni eru einnig rúmgóð herbergi, en eikar- plankarnir í gólfinu eru mjög slitnir. Eyði- legur og kuldalegur er þessi stóri salur, sem skáldið fæddist í, en stóra eldstóin vitnar um, að þar hafi þó getað verið hlýtt. Margar og margvíslegar tilgátur og minn- ingar frá verkum skáldsins koma fram í hugann á þessum stað. Svartir, illa tilhöggnir eikarbjálkarnir í lofti og veggjum, og þeir fáu gripir frá 16. öld, sem enn fá að vera hér — á sínum stað, tala sínu þögla máli. Ég berst með ferðamannastraumnum út í sólskinið. Skoða Harwardhouse og Garrricks Inn, með útskornu mannamyndirnar á fram- Að ofan: Æskuheimili Shakespeares. —Að neðan: Stofan, þar sem talið er að Shakespeare hafi fœðzt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.