Leikhúsmál - 01.06.1950, Page 38
38
Leikhúsmál
1879, í Renæessancestíl, en brann að hálfu
leyti, og er nú notað fyrir Shakespearessafn.
Myndir af meistaranum í marmara og málmi;
teikningar, koparstungur, olíumálverk og
pastel, eftir fræga meistara, af enskum leik-
urum í Shakespeareshlutverkum. Minja-
gripir, sem þeir hafa notað. Hlutverkahefti,
skartgripir, bækur og flíkur, sem þeir hafa
borið, fylla glerskápana og töfra fram löngu
liðna atburði. Smáu glerrúðurnar í háu boga-
gluggunum, með málverkum af leikurum
Shakespeares, ljóma í sólskininu, sem gefur
öllum þessum skæru litum einhvern kyn-
legan töfrablæ, sem minna á þetta einkenni-
legasta tímabil sögunnar, Renæssancen.
Nýja leikhúsið er byggt við það gamla, og
er eingöngu notað til að sýna verk Shakes-
peares. Þar var nú verið að sýna Hinrik VIII.,
Lear konung, Júl. Cæsar o. fl.
Eftir sýningu, reikum við meðfram Avon-
ánni í þessari hlýju kvöldkyrrð, sem er svo
heillandi. Ilm af nýslegnu heyi leggur yfir
til okkar frá enginu hinum megin. Bátarnir
á ánni móka kyrrir í rökkrinu, það eru fleiri
en við, sem njóta þessa fagra kvölds, í þess-
um fallega, gamla einkennilega bæ, og svana-
hóparnir hafa stungið höfðinu undir væng-
inn. Hér er allt svo undarlegt og einkenni-
legt. Bærinn minnir meir á löngu liðnar aldir
en nútímann. Það er eins og einhver hátíð-
leg og heillandi ró gagntaki ferðamanninn
— eitthvað, sem önn líðandi stundar fær ekki
truflað. —
Daginn, sem ég stíg upp í lestina, sem
brunar rpeð mig inn í þys og læti heimsborg-
arinnar, finnst mér ég vera auðugri en áður,
— af einhverju, sem hlýtur ætíð að verða
mér dýrmætt.
HEIÐURSMERKI
í tilefni af opnun Þjóðleikhússins, sæmdi
forseti íslands þessi riddarakrossi íslenzku
fálkaorðunnar: Arndísi Björnsdóttur, leik-
konu. Harald Björnsson, leikstjóra, Indriða
Waage, leikstjóra og Hörð Bjarnason, skipu-
lagsstjóra, formann byggingarnefndar Þjóð-
leikhússins.
Har. Björnsson:
Fyrsta óperusýning
á íslandi
Konunglega óperan í Stokkhólmi sýndi
,,Bru8kaup Figarós“ i ÞjóSleikhúsinu
Á s.l. ári hafði þjóðleikhússtjóri Guðl.
Rósinkranz samið við stjórn þessa óperuhúss
um gestaleik í hinu væntanlega þjóðleikhúsi
íslendinga, með undirleik hinnar nýstofnuðu
sinfóníuhljómsveitar í Reykjavik. Hljóm-
sveitarstjóri frá sænsku óperunni, Kurt Ben-
dix kom hingað um miðjan júní og tók að
æfa hljómsveitina, sem áður hafði verið
undirbúin af Robert Abrahams.
Laugardaginn 18. júní kom óperuflokkur-
inn flugleiðis: tólf söngvarar, tveir dansarar,
tíu manna kór, ljósameistari, leiksviðsstjóri
auk annarra aðstoðarmanna (33 alls). Leik-
hússtjóri og leikhúsráð tók á móti gestunum
á Reykjavíkurflugvellinum, sem fylgdi þeim
til dvalarstaðanna: Hótel Borg og Stúdenta-
garðsins.