Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 38

Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 38
38 Leikhúsmál 1879, í Renæessancestíl, en brann að hálfu leyti, og er nú notað fyrir Shakespearessafn. Myndir af meistaranum í marmara og málmi; teikningar, koparstungur, olíumálverk og pastel, eftir fræga meistara, af enskum leik- urum í Shakespeareshlutverkum. Minja- gripir, sem þeir hafa notað. Hlutverkahefti, skartgripir, bækur og flíkur, sem þeir hafa borið, fylla glerskápana og töfra fram löngu liðna atburði. Smáu glerrúðurnar í háu boga- gluggunum, með málverkum af leikurum Shakespeares, ljóma í sólskininu, sem gefur öllum þessum skæru litum einhvern kyn- legan töfrablæ, sem minna á þetta einkenni- legasta tímabil sögunnar, Renæssancen. Nýja leikhúsið er byggt við það gamla, og er eingöngu notað til að sýna verk Shakes- peares. Þar var nú verið að sýna Hinrik VIII., Lear konung, Júl. Cæsar o. fl. Eftir sýningu, reikum við meðfram Avon- ánni í þessari hlýju kvöldkyrrð, sem er svo heillandi. Ilm af nýslegnu heyi leggur yfir til okkar frá enginu hinum megin. Bátarnir á ánni móka kyrrir í rökkrinu, það eru fleiri en við, sem njóta þessa fagra kvölds, í þess- um fallega, gamla einkennilega bæ, og svana- hóparnir hafa stungið höfðinu undir væng- inn. Hér er allt svo undarlegt og einkenni- legt. Bærinn minnir meir á löngu liðnar aldir en nútímann. Það er eins og einhver hátíð- leg og heillandi ró gagntaki ferðamanninn — eitthvað, sem önn líðandi stundar fær ekki truflað. — Daginn, sem ég stíg upp í lestina, sem brunar rpeð mig inn í þys og læti heimsborg- arinnar, finnst mér ég vera auðugri en áður, — af einhverju, sem hlýtur ætíð að verða mér dýrmætt. HEIÐURSMERKI í tilefni af opnun Þjóðleikhússins, sæmdi forseti íslands þessi riddarakrossi íslenzku fálkaorðunnar: Arndísi Björnsdóttur, leik- konu. Harald Björnsson, leikstjóra, Indriða Waage, leikstjóra og Hörð Bjarnason, skipu- lagsstjóra, formann byggingarnefndar Þjóð- leikhússins. Har. Björnsson: Fyrsta óperusýning á íslandi Konunglega óperan í Stokkhólmi sýndi ,,Bru8kaup Figarós“ i ÞjóSleikhúsinu Á s.l. ári hafði þjóðleikhússtjóri Guðl. Rósinkranz samið við stjórn þessa óperuhúss um gestaleik í hinu væntanlega þjóðleikhúsi íslendinga, með undirleik hinnar nýstofnuðu sinfóníuhljómsveitar í Reykjavik. Hljóm- sveitarstjóri frá sænsku óperunni, Kurt Ben- dix kom hingað um miðjan júní og tók að æfa hljómsveitina, sem áður hafði verið undirbúin af Robert Abrahams. Laugardaginn 18. júní kom óperuflokkur- inn flugleiðis: tólf söngvarar, tveir dansarar, tíu manna kór, ljósameistari, leiksviðsstjóri auk annarra aðstoðarmanna (33 alls). Leik- hússtjóri og leikhúsráð tók á móti gestunum á Reykjavíkurflugvellinum, sem fylgdi þeim til dvalarstaðanna: Hótel Borg og Stúdenta- garðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.