Leikhúsmál - 01.06.1950, Síða 39

Leikhúsmál - 01.06.1950, Síða 39
Leikhúsmál 39 Figaro (Sven Erik Jacohsen). Um kvöldið sáu nokkrir gestanna leiksýn- ingu í Þjóðleikhúsinu. Sunnudaginn 19. júní fór fram aðalæfing á leiksviðinu með hljóm- sveit og kór. Mánudaginn 20. júní kl. 8 var frumsýning í leikhúsinu á Brúðkaupi Figarós eftir Beau- markchais, með músík eftir Mozart. Forstjóri óperunnar, Joel Berglund söng titilhlutverkið, Figaro, en hitt aðalhlutverkið, Súsönnu, söng aðalsöngkona óperunnar, Hjör- dis Schymberg. Hafa þau bæði sungið þessi hlutverk í hinni frægu Metropolitan-óperu í New-York, við hinn bezta orðstír. Greifahjónin sungu þau Helga Görlin og Sigurd Björling. Cherubin, þjón greifans söng Benna Lemon-Brundin. Bartholo læknir söng einn bezti bassi óperunnar, Folke Jonsson, en Göta Allard var ráðskona hans Marcellina, Basilo söngkennara söng Gösta Björling, en garðyrkjumanninn Antonio söng Bertil Wid- gren, en Florence dóttir hans söng Barbar- inu. Flest eru þetta þekktir og þaulæfðir óperu- söngvarar, og kunnir um alla Skandinavíu, enda bar sýningin þess vott, svo framúrskar- andi fáguð sem hún var, bæði leiklega og sönglega séð. Minnist ég þess ekki, að hafa nokkurs staðar heyrt og séð jafnfullkominn söng og textameðferð og lifandi leik í óperu. Auðsýnilega hafa þessir listamenn leikið og sungið þessi hlutverk mjög oft, því leiknin og öryggið í samstillingu söngs, leiks og hreyf- inga allra var svo nákvæmlega þjálfað og hnitmiðað, að hrein unun var að sjá, og á að hlýða. — Þar á var hvorki blettur né hrukka. Hjördis Schymberg var sú yndislegasta Sú- sanna, sem hægt var að hugsa sér. Söngur hennar látbragð og hreyfingar allar, heill- uðu hugi áhorfenda. Aría hennar í fjórða þætti mun verða mörgum ógleymanleg, enda ætlaði fagnaðarlátum áhorfenda þá aldrei að linna. Cherubin (Benna Lemon-Brundin).

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.