Leikhúsmál - 01.06.1950, Page 40

Leikhúsmál - 01.06.1950, Page 40
40 Leikhúsmál 4 Á Þingvöllum 17. júní. Frá vinstri: Guðl. Rósinkranz. Benna L. Brundin. Per Álbin Johannsson. Frú Görlin. Hjör- dis Schymberg. A. Hilton. Vilhj. Þ. Gíslason. Joel Berglund söng Figaró þrisvar. Hann gerði hlutverkinu góð skil sem vænta mátti. Tók við af honum ungur óperusöngvari Sven Erik Jacobsson, hjá honum fylgdist að, leik- andi æskufjör, heillandi söngur, ágætur leik- ur og fallegt útlit, munu áhorfendur lengi minnast hans. Sigurd Björling var tignarlegur, karl- mannlegur og þróttmikill í Almaviva greifa, bæði í söng og leik, og Helga Görlin skilaði hlutverki greifafrúarinnar með miklum glæsi- leik. Minnisstæðastur verður manni söngur hennar í þriðja þætti. Sú pérsóna, sem vakti samt einna mesta aðdáun var Benna Lemon-Brundin í hlut- verki Cherubins. Æskufegurð, léttleiki, glettni, dásamleg plastik og fagur söngur, gerði þennan unga svein, sem frúin sýndi, að einni hugðnæmustu persónu þessa fagra og fræga söngleik Mozarts. Hið unga, yndislega danspar, Maria Or- lando og Gunnar Randin dönsuðu einn dans í höll greifans í þriðja þætti, svo unun var að. Þar gátu íslenzkir leikhúsgestir séð hvað í raun og veru er listdans. Göta Allard var bráðskemmtileg bæði í söng og leik í hlutverki Marcellinu, og Folke Jonsson hreif tilheyrendur með hinni fögru, stórkostlegu bassarödd og ágætum leik. Gösta Björling var mjög skemmtilegur sem söng- kennarinn og Simon Edwardsen lék dómar- ann af lifandi kýmni, Florence Widgren mun hafa verið yngst af þessum listamönnum, og ekki sungið þetta hlutverk áður, en óhætt er að segja, að hún hafi unnið stóran sigur. Bertil Alstergárd lék minnsta hlutverkið, en gerði því góð skil. Söngvararnir, sem aðstoð- uðu við sýninguna, voru allir úr kór kon- unglega leikhússins í Stokkhólmi. Issay Do- browen var leikstjóri sýningarinnar í Sví-

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.