Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 44

Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 44
44 Leikhúsmál Haraldur Björnsson■ Yngvi Thorkellsson leiksviðsstjóri Yngvi Thorkellsson, leiksviÖsstjóri. Það var mikið happ fyrir hið nýstofnaða Þjóðleikhús íslands, að fá þennan duglega, fjölhæfa og þaulæfða leikhúsmann í þjón- ustu sína, þegar í upphafi . Yngvi Thorkellsson fór vestur um haf fyrir 25 árum, þá kornungur piltur. Strax, sem ungur drengur, unni hann leiklist og leikhúsi. — Hvað sem aðstöðunni leið þá, og margs konar erfiðleikum, hlaut hann að skipa sér undir merki leiklistarinnar. — Erfið námsár í Ameríku tóku nú við, þar sem hann vann oft fyrir sér fram á nótt, að loknu námi dags- ins. — Hann hefur unnið við mörg leikhús vestan hafs. Verið leikari og leikstjóri við ágætan orðstý. Teiknað og sniðið búninga, málað Yngvi Thorkellsson ræðir við Jón Marteins- son (Har. Bj.) í leikhléi. tjöld, verið leiksviðsstjóri í mörg ár, á þekkt- ustu leikhúsum Bandaríkjanna, t. d. síðast við „Paper Mill Playhouse" við New-York, sem er frægt fyrir óperettusýningar sínar. Ég hef haft tækifæri til að fylgjast dálítið með starfi þessa manns vestra, og ég vissi, að öll þessi ár í fjarlægri heimsálfu, var hann í raun og veru sífellt að vinna fyrir ísland, og með leiklist þess í huga. — Hvað væri hægt að nota heima af þessu og hinu, hvernig yrði Þjóðleikhúsið, hvenær tæki það til starfa o. s. frv. Ég býst við, að Yngvi Thorkellsson hafi líka jafnan haft það í huga, að vinna við ís- lenzka leikhúsið, þó að hann skorti ekki góð og girnileg tilboð beztu leikhúsa vestra. — í september 1949 kom hann heim. Þá þegar byrjaði hann að vinna í leikhúsinu við margvíslegan og þýðingarmikinn undirbún- ing opnunarinnar. Þegar á leið veturinn, jókst sífellt vinnuhraðinn og vinnutíminn lengdist, þar til síðustu vikurnar fyrir opnun leik- hússins, vann hann svo að segja dag og nótt með öllu hinu tæknilega vinnuliði leiksviðs- ins. Margt og mikið hefur hann kennt þeim, sem með honum hafa unnið, sem lítið sem ekkert kunnu áður. — Auðvelt hefur það ekki ætíð verið, en Yngvi er samvinnulipur maður, þó ákveðinn geti hann verið, og mik- ils virtur af öllum samstarfsmönnum sín- um. — Þessar línur eru skrifaðar í þetta hefti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.