Leikhúsmál - 01.06.1950, Qupperneq 44

Leikhúsmál - 01.06.1950, Qupperneq 44
44 Leikhúsmál Haraldur Björnsson■ Yngvi Thorkellsson leiksviðsstjóri Yngvi Thorkellsson, leiksviÖsstjóri. Það var mikið happ fyrir hið nýstofnaða Þjóðleikhús íslands, að fá þennan duglega, fjölhæfa og þaulæfða leikhúsmann í þjón- ustu sína, þegar í upphafi . Yngvi Thorkellsson fór vestur um haf fyrir 25 árum, þá kornungur piltur. Strax, sem ungur drengur, unni hann leiklist og leikhúsi. — Hvað sem aðstöðunni leið þá, og margs konar erfiðleikum, hlaut hann að skipa sér undir merki leiklistarinnar. — Erfið námsár í Ameríku tóku nú við, þar sem hann vann oft fyrir sér fram á nótt, að loknu námi dags- ins. — Hann hefur unnið við mörg leikhús vestan hafs. Verið leikari og leikstjóri við ágætan orðstý. Teiknað og sniðið búninga, málað Yngvi Thorkellsson ræðir við Jón Marteins- son (Har. Bj.) í leikhléi. tjöld, verið leiksviðsstjóri í mörg ár, á þekkt- ustu leikhúsum Bandaríkjanna, t. d. síðast við „Paper Mill Playhouse" við New-York, sem er frægt fyrir óperettusýningar sínar. Ég hef haft tækifæri til að fylgjast dálítið með starfi þessa manns vestra, og ég vissi, að öll þessi ár í fjarlægri heimsálfu, var hann í raun og veru sífellt að vinna fyrir ísland, og með leiklist þess í huga. — Hvað væri hægt að nota heima af þessu og hinu, hvernig yrði Þjóðleikhúsið, hvenær tæki það til starfa o. s. frv. Ég býst við, að Yngvi Thorkellsson hafi líka jafnan haft það í huga, að vinna við ís- lenzka leikhúsið, þó að hann skorti ekki góð og girnileg tilboð beztu leikhúsa vestra. — í september 1949 kom hann heim. Þá þegar byrjaði hann að vinna í leikhúsinu við margvíslegan og þýðingarmikinn undirbún- ing opnunarinnar. Þegar á leið veturinn, jókst sífellt vinnuhraðinn og vinnutíminn lengdist, þar til síðustu vikurnar fyrir opnun leik- hússins, vann hann svo að segja dag og nótt með öllu hinu tæknilega vinnuliði leiksviðs- ins. Margt og mikið hefur hann kennt þeim, sem með honum hafa unnið, sem lítið sem ekkert kunnu áður. — Auðvelt hefur það ekki ætíð verið, en Yngvi er samvinnulipur maður, þó ákveðinn geti hann verið, og mik- ils virtur af öllum samstarfsmönnum sín- um. — Þessar línur eru skrifaðar í þetta hefti

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.