Leikhúsmál - 01.06.1950, Síða 46

Leikhúsmál - 01.06.1950, Síða 46
46 Leikhúsmál Listamannaþingið 1950 Þriðja listamannaþing var sett með hátíð- legri athöfn í Þjóðleikhúsinu 29. apríl s. 1. Meðal gesta, sem viðstaddir voru opnun lista- mannaþingsins, var forsetafrúin, ríkisstjórn, alþingismenn, bæjarstjórn og loks listamenn- irnir sjálfir. Setningarathöfnin hófst með því, að þeyttir voru lúðrar frá hliðarstúkum leik- hússins, en því næst lék sinfóníuhljómsveitin Minni íslands, forleik eftir Jón Leifs, og kór ríkisútvarpsins söng. Höfundur tónverksins stjórnaði. Þá lýsti formaður framkvæmdanefndar listamannaþingsins, Helgi Hjörvar, þingið opnað. Hann gat þess í ávarpi sínu, að þetta listamannaþing væri haldið í tilefni af opn- un Þjóðleikhússins, og hefði Arndís Björns- dóttir leikkona verið kosin heiðursforseti þingsins, en þar sem hún gæti ekki verið við- stödd þinghaldið, myndi varaforseti þess, Valur Gíslason leikari, stjórna þinginu. Þessu næst ávarpaði menntamálaráðherra, Björn Ólafsson, þingið; en að ávarpi hans loknu flutti Halldór Kiljan Laxness afburða snjalla ræðu, og kom hann víða við. Ræddi hann m. a. um þýðingu listarinnar og lista- mannanna fyrir þjóðina bæði fyrr og nú, og brýndi fyrir listamönnunum að hlusta jafnan eftir hjartslætti þjóðarinnar sjálfrar. Þá lýsti hann þakklæti listamannanna við þjóðina fyrir það veglega musteri, sem hún hefði reist þeim, Þjóðleikhúsið, og sagði, að í stað- inn vildu nú listamennirnir á þessu þingi bera fram fyrir þjóðina það bezta, sem þeir ættu í fórum sínum. Annan menningarviðburð nefndi Kiljan, sem orðið hefði, frá því síð- asta listamannaþing var háð, en það er stofn- un sinfóníuhljómsveitarinnar. En þó að lista- mennirnir hefðu nú öðlazt bætt ytri skilyrði, væri hlutverk þeirra engu léttara en fyrr, sagði Kiljan. Listin verður ekki bætt með tækninni einni saman, sagði hann. Þjóðleik- hús íslands hefur um margar aldir verið sveitabaðstofan og þar hefur listin í formi sagna og ljóða risið hæst. Að síðustu fór Halldór Kiljan Laxness heldur rœðu á lista- mannaþinginu í Þjóðleikhúsinu. Kiljan nokkrum orðum um skort á heil- brigðri gagnrýni í bókmenntum og listum; varaði listamennina við því, að taka of bók- staflega fagurgala, sagðan í vinsemd, enda hefði oflof og hól búið fleirum andlát á lista- brautinni en harðorðar skammir, jafnvel þó að þær væru bornar fram af illkvittni. Að ræðu Kiljans lokinni lék sinfóníuhljóm- sveitin þjóðsönginn, og útvarpskórinn söng undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. Klukkan 4,15 var opnuð listsýning í þjóð- minjasafninu nýja, en þar sýndu 6 mynd- höggvarar, 27 málarar, 10 arkitektar og 2 leiktjaldamálarar, og var sýningin í fjórum deildum í húsinu. Kl. 8 um kvöldið, var hátíðarsýning á ís- landsklukkunni. Var sýning þessi tileinkuð listamannaþinginu. Sunnudaginn 30. apríl, klukkan 2, voru hljómleikar í Þjóðleikhúsinu. Sinfóníuhljóm- sveitin lék verk eftir íslenzk tónskáld, með

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.