Leikhúsmál - 01.06.1950, Qupperneq 56

Leikhúsmál - 01.06.1950, Qupperneq 56
56 Leikhúsmál Hallgr. Valdimarsson: Leikstarfsemi á Akureyri Af því það er meðal annars tilgangur þessa eina leiklistarblaðs, Leikhúsmála, er gefið er út hér á íslandi, að fá sem gleggstar upplýs- ingar um leikstarfsemi víðsvegar á landinu, þá vil ég fara nokkrum orðum um það, sem í þessum málum hefur gerzt hér á Akureyri það sem af er leikárinu 1949—’50. í haust sem leið, tók Leikfélag Akureyrar til sýn- ingar leikritið „Kappar og vopn“ eftir Bern- ard Shaw. Fékk félagið hinn unga og efni- lega leikara, Einar Pálsson frá Reykjavík til þess að hafa á hendi leikstjórn á þessum leik. Taldi félagið það mikið happ að hafa fengið hann til þessa starfs, reyndist Einar duglegur og hugkvæmur leikstjóri. Sýningar á „Kapp- ar og vopn“ urðu 9, sem voru að vísu sumar fremur fásóttar af áhorfendum. Það virtist svo sem mörgum þeirra geðjaðist ekki efni leiksins að öllu leyti, en samt sem áður tókst sýning hans vel, frá hlið leikstjóra og leik- enda. Fylgir hér með hópmynd af leikend- um, leikstjóra og nokkrum starfsmönnum. Taldir frá vinstri: Fremsta röð, sitjandi: Raina (Björg Bald- vinsdóttir) Katrín Petkoff (Sigurjóna Jak- obsdóttir) Louka, þjónustustúlka (Hólmfríð- ur Hólmgeirsdóttir). Aftari röð, standandi: Leikstjórinn, Einar Pálsson, Sergius Saranoff (Baldur Hólm- geirsson) Rússneskur foringi (Sigurður Krist- jánsson) Friðrik Ketilsson, senumaður. Þor-. móður Sveinsson, hvíslari. Signý Sigmunds- dóttir, saumakona, Páll Petkoff höfuðsmaður (Júlíus Oddsson, María Sigurðardóttir, hár- greiðslukona, Guðjón Eymundsson, ljósamað- ur, Nicola, þjónn (Hólmgeir Pálmason) Bluntschli foringi (Guðmundur Gunnarsson). Nokkru eftir að hætt var sýningum á „Kappar og vopn“, var tekinn til meðferðar

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.