Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 58

Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 58
58 Leikhúsmál F ótboltakappleikur leikara og blaðamanna Leikarar á íþróttavellinum. Sunnudaginn 19. júní fór í fyrsta skipti fram, hér í bæ, fótboltakappleikur milli þess- ara tveggja merku aðila. Tilgangurinn var sá, að afla fjár í utanfararsjóð leikara og blaðamanna. Auglýsingin, í blöðunum um leik þennan, vakti óhemju athygli, svo að um fátt hefur verið talað meira hér í bæ; jafnvel ekki mergjuðustu hneykslissögur um náungann eða atómsprengjan, hafa vakið annað eins umtal, og er þá langt jafnað. Laugardaginn 18. júní seldust 7 þúsund mið- ar að kappleiknum, í húðarrigningu, á Lækj- artorgi og önnum 7 þúsund við innganginn á íþróttavöllinn, leikdaginn. Sú biðröð „sló út“ þá hjá Jacobsen. Leikarar og blaðamenn gengu fylktu liði inn á völlinn; fyrir þeim voru bornir fánar og barðar bumbur. Fylkingunni fylgdu konur, eins og öllum herfylkingum, en þetta voru leikkonur, sem hjúkrunarlið, og fleira fylgd- arlið. Har. Á Sigurðsson kynnti keppendur fyrir mannfjöldanum áður en leikurinn hófst Varð hver og einn að ganga fram, að kynn- ingu lokinni og hneigja sig fyrir „pöplinum", var það sumum mikil þoranraun. Vindur var allmikill. Var kastað hlutkesti um vallarstöðu flokkanna, óg hlutu blaðamenn þann ávinn- Blaðamehn á íþróttavellinum. Til hægri: Hersteinn Pálsson og Thorolf Smith. ing, að leika undan vindi. (Sögðu fróðir menn og velviljaðir, að þeir hefðu haft falda í búð sinni völvu eina fjölkunnuga, og hafði hún framið forneskju, og tekið upp seið mikinn, er hlutkestinu var varpað, svo það félli þeim í hag). Enda lá knötturinn sífellt á marki leikaranna, og feykti gjörningavindur þessi honum á endanum í mark, með hvæsi miklu. Fengu þessi málalok svo á suma leik- ara, að þeir gerðust óvígir, og voru brott bornir af hinu vaska hjúkrunarliði, en þess íþrótt var, að renna boðhlaup með kalkúns- egg í teskeið. í seinni hálfleik lá við sigri hjá leikurum. En þrátt fyrir svo harða atlögu Har. Á. Sig., að þrennt var á lofti í einu sparki (2 stígvél og knötturinn) var það dæmd víta- spyrna, sem mjög var ómaklegt eftir svo vaska sókn. Ýmis atriði og „númer“ voru á milli hálf- leikjanna, sem þó ekki heyrðust, því vegna lágrar vallarleigu hefur vallarstjórnin engin ráð á að hafa hátalarana í lagi, sem varla er von. — Það er sagt, að fólk hafi skemmt sér, um það veit ég ekki. — En hitt veit ég, að leik- arar og blaðamenn glöddust í sínum hjört- um yfir þessari dæmafáu aðsókn, sem sagt er að hafi sett met, og „slegið út“ alla erlenda knattspyrnukappa. Það er ekki allt komið undir frægðinni drengir. Þetta var á við meðal Marshallhjálp. H. B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.