Leikhúsmál - 01.06.1950, Page 58
58
Leikhúsmál
F ótboltakappleikur
leikara og blaðamanna
Leikarar á íþróttavellinum.
Sunnudaginn 19. júní fór í fyrsta skipti
fram, hér í bæ, fótboltakappleikur milli þess-
ara tveggja merku aðila. Tilgangurinn var
sá, að afla fjár í utanfararsjóð leikara og
blaðamanna.
Auglýsingin, í blöðunum um leik þennan,
vakti óhemju athygli, svo að um fátt hefur
verið talað meira hér í bæ; jafnvel ekki
mergjuðustu hneykslissögur um náungann
eða atómsprengjan, hafa vakið annað eins
umtal, og er þá langt jafnað.
Laugardaginn 18. júní seldust 7 þúsund mið-
ar að kappleiknum, í húðarrigningu, á Lækj-
artorgi og önnum 7 þúsund við innganginn á
íþróttavöllinn, leikdaginn. Sú biðröð „sló út“
þá hjá Jacobsen.
Leikarar og blaðamenn gengu fylktu liði
inn á völlinn; fyrir þeim voru bornir fánar
og barðar bumbur. Fylkingunni fylgdu konur,
eins og öllum herfylkingum, en þetta voru
leikkonur, sem hjúkrunarlið, og fleira fylgd-
arlið. Har. Á Sigurðsson kynnti keppendur
fyrir mannfjöldanum áður en leikurinn hófst
Varð hver og einn að ganga fram, að kynn-
ingu lokinni og hneigja sig fyrir „pöplinum",
var það sumum mikil þoranraun. Vindur var
allmikill. Var kastað hlutkesti um vallarstöðu
flokkanna, óg hlutu blaðamenn þann ávinn-
Blaðamehn á íþróttavellinum. Til hægri:
Hersteinn Pálsson og Thorolf Smith.
ing, að leika undan vindi. (Sögðu fróðir menn
og velviljaðir, að þeir hefðu haft falda í búð
sinni völvu eina fjölkunnuga, og hafði hún
framið forneskju, og tekið upp seið mikinn,
er hlutkestinu var varpað, svo það félli
þeim í hag). Enda lá knötturinn sífellt á
marki leikaranna, og feykti gjörningavindur
þessi honum á endanum í mark, með hvæsi
miklu. Fengu þessi málalok svo á suma leik-
ara, að þeir gerðust óvígir, og voru brott
bornir af hinu vaska hjúkrunarliði, en þess
íþrótt var, að renna boðhlaup með kalkúns-
egg í teskeið.
í seinni hálfleik lá við sigri hjá leikurum.
En þrátt fyrir svo harða atlögu Har. Á.
Sig., að þrennt var á lofti í einu sparki (2
stígvél og knötturinn) var það dæmd víta-
spyrna, sem mjög var ómaklegt eftir svo
vaska sókn.
Ýmis atriði og „númer“ voru á milli hálf-
leikjanna, sem þó ekki heyrðust, því vegna
lágrar vallarleigu hefur vallarstjórnin engin
ráð á að hafa hátalarana í lagi, sem varla er
von. —
Það er sagt, að fólk hafi skemmt sér, um
það veit ég ekki. — En hitt veit ég, að leik-
arar og blaðamenn glöddust í sínum hjört-
um yfir þessari dæmafáu aðsókn, sem sagt
er að hafi sett met, og „slegið út“ alla erlenda
knattspyrnukappa. Það er ekki allt komið
undir frægðinni drengir. Þetta var á við
meðal Marshallhjálp. H. B.