Fréttablaðið - 17.12.2022, Síða 4

Fréttablaðið - 17.12.2022, Síða 4
9 tonn n Tölur vikunnar 7 pr ós en t 1,84 milljarðar króna eru hækkanir ökutækjatrygginga umfram verð- lagshækkanir á fimm árum. 26 stiga frosti er spáð á miðhálendinu um helgina. 315 sinnum hafa ráðherrar ríkisstjórnar- innar farið til útlanda. af íslenskum stofn- vegum eru enn þá malarvegir. af hlýjum fatn- aði voru send til Úkraínu. n Þrjú í fréttum Hildur Guðnadóttir tónskáld var tilnefnd til Golden Globe- verðlauna í annað skiptið. En hún vann verðlaunin árið 2020 fyrir tónlist kvik- myndarinnar Joker, sem reyndist undanfari að því að Hildur vann Óskarsverðlaun. Hildur er til- nefnd fyrir tónlistina í kvik- myndinni Women Talking eftir Söru Polley. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar varð harðlega gagnrýnd ásamt öðrum í meiri- hluta nefndar- innar fyrir að ætla að veita sjónvarpsstöðinni N4 100 milljóna styrk eftir beiðni. Kom í ljós að nefndarmaðurinn Stefán Vagn Stefánsson er mágur Maríu Bjarkar Ingvarsdóttur, framkvæmdastjóra N4 sem sótti um styrkinn. Helgi Vilhjálmsson betur þekktur sem Helgi í Góu var sakaður af Katrínu Lóu Kristrúnardóttur um kynferðis- lega áreitni þegar hún vann í sjoppu í eigu hans. Í hlaðvarpsþætti Eddu Falak, Eigin konur, sagði hún áreitnina hafa staðið yfir í eitt og háflt ár eftir að hann lánaði henni fyrir útborgun í íbúð. Helgi gaf út yfirlýsingu og baðst afsökunar. n Formaður Öryrkjabanda- lagsins segist fagna nýju frumvarpi félags- og vinnu- markaðsráðherra, sem sam- þykkt var á Alþingi og tekur á fjölgun NPA-samninga við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þó megi gera mun betur á mörgum stöðum gagnvart fötluðu fólki. erlamaria@frettabladid.is FÉLAGSMÁL „Við erum rosalega ánægð með að það hafi tekist að setja meira fjármagn inn í NPA- samninginn og framlengja bráða- birgðaákvæðið þannig að sveitar- félög hafi meiri tíma til þess að geta uppfyllt þessa lögbundnu þjónustu,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkja- bandalagsins, um frumvarp Guð- mundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem samþykkt var á Alþingi í gær. Frumvarpið tekur á þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðn- ingsþarfir. Á næsta ári er gert ráð fyrir því að allt að fimmtíu manns muni geta bæst í þann hóp sem nýtir sér NPA-samning, notenda- stýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk sem þarf aðstoð í dag- legu lífi. „Við erum búin að vera að berjast fyrir því að fá málaf lokki fatlaðs fólks sinnt betur, en á þessu ári átti að vera búið að uppfylla 172 samninga. Það eru 95 samningar sem er búið að uppfylla nú þegar og stefnt að því að uppfylla 50 samn- inga til viðbótar á næsta ári. Það er mikið gleðiefni því að þetta þýðir að þeir einstaklingar sem fá þessa þjónustu munu hafa aukin tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á allt annan hátt en áður, á sínum eigin forsendum,“ segir Þuríður Harpa. Að sögn Þuríðar Hörpu er NPA þjónustuform sem byggir á hug- myndafræði um sjálfstætt líf fatl- aðs fólks. Markmiðið sé að tryggja mannréttindi þess á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem geri því kleift að ráða hvar og með hverjum það býr, stjórna hvernig aðstoð við það er skipulögð, hvenær og hvar hún fari fram og hver veiti hana. „Þetta er sá mannréttinda- samningur sem fatlað fólk lítur til, þá njóti það ýmissa mannrétt- inda sem það hefur ekki haft hér á Íslandi áður. En það má gera mikið betur á mörgum stöðum gagnvart fötluðu fólki. Fólki er til dæmis hrúgað inn á stofnanir og það er verið að gera það enn í dag, undir 67 ára aldri, vegna þess að það eru engin úrræði til staðar. En þetta nýja frumvarp er vissulega skref í rétta átt,“ segir Þuríður Harpa. Þá haf i öðrum mikilvægum áfanga verið náð í vikunni þegar hækkun frítekjumarks örorku- og endurhæf ingarlífeyrisþega var samþykkt á Alþingi, en að sögn Þuríðar Hörpu hefur frítekjumark- ið á þennan hóp ekki verið hækkað í lengri tíma. „Við erum búin að benda á þetta á hverju einasta ári í f jórtán ár að það verði að hækka frítekju- markið. Það er gríðarlegur munur á 109 þúsund krónum í dag og að vera með 200 þúsund króna frí- tekjumark. Þannig að það er rosa- lega gott að það náðist í gegn og við hvetjum stjórnvöld áfram á sömu braut,“ segir Þuríður Harpa. n Fjölgun NPA-samninga fagnaðarefni Þuríður Harpa segir gríðarlegan mun að fá 200 þúsund króna frítekjumark í stað 109 þúsunda. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þetta þýðir að þeir einstaklingar sem fá þessa þjónustu munu hafa aukin tækifæri til að taka þátt í samfélag- inu á allt annan hátt en áður, á sínum eigin forsendum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins Atkvæðagreiðsla um sérkjarasamninga við Icelandair Atkvæðagreiðsla um nýja sérkjarasamninga VR og Landssambands ísl. verzlunarmanna við SA fyrir hönd Icelandair vegna félagsfólks hjá farþega- og hleðsluþjónustu og flugeldhúsi á Keflavíkurflugvelli sem og hjá innanlandsflugi hefst kl. 9:00 mánudaginn 19. desember og lýkur kl. 12:00 á hádegi miðvikudaginn 21. desember. Kosið er á skrifstofum félaganna. Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu VR, vr.is, og vefsíðu Landssambandsins á landssamband.is 4 Fréttir 17. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.